Körfubolti

Julia Demirer: Vitum að við erum sterkari í jöfnu leikjunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Julia Demirer var frábær í dag.
Julia Demirer var frábær í dag. Mynd/Valli
„Ég er alveg dofinn í hnénu en ég finn hvort sem ekkert til þegar við vinnum," sagði Hamarskonan Julia Demirer, eftir 81-75 sigur Hamars á KR í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í dag.

Julia gat lítið sem ekkert verið með í þriðja leiknum en hún átti stórkostlegan leik í dag þar sem hún var með tröllatvennu, skoraði 23 stig og tók 26 fráköst auk þess að stela 4 boltum og verja 3 skot.

„Þetta var stór sigur fyrir okkar lið.Við byrjuðum ekki vel en við vissum það að við urðum bara að vinna og við komum sterkar til baka. Þriggja stiga karfan hjá Koren sem okkur yfir umleið og hálfleiksflautan galla var risastór. Hún hjálpaði okkur inn í seinni hálfleikinn," sagði Julia.

„Við vorum komnar níu stigum yfir en þær komu til baka. Við vitum samt að ef leikirnir verða jafnir þá erum við sterkari en þær í jöfnu leikjunum," sagði Julia.

„Þessi sigur var stórt skref í að undirbúa okkur fyrir næsta leik. Oddaleikurinn verður bara annar frábær leikur og við þurfum að halda áfram að vera svona grimmar eins og í dag," sagði Julia.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×