Snæfellingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Keflavík í Stykkishólmi í kvöld. Snæfellingar eru sjöunda liðið í sögunni sem kemst í 2-1 í úrslitaeinvíginu og getur tryggt sér titilinn á heimavelli. Þrjú af þessum sex liðum hafa tapað í sömu stöðu og þar á meðal er Grindavíkurliðið í fyrra. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Öll þau þrjú lið sem hefur mistekist að tryggja sér titilinn á heimavelli í fjórða leik hafa síðan tapað oddaleiknum á útivelli líka og þar með misst af Íslandsmeistaratitlinum.
Grindvíkingar töpuðu fyrsta leiknum í úrslitaeinvíginu fyrir ári síðan en unnu síðan næstu tvo leiki, með 12 stigum í Grindavík () og svo með 13 stigum í DHL-höllinni (107-94). KR-ingar unnu hinsvegar fjórða leikinn í Grindavík og tryggðu sér svo Íslandsmeistaratitilinn með eins stigs sigri í oddaleiknum í DHL-höllinni.
Valur (1992) og Keflavík (1991) lentu einnig í því sama og Grindavík fyrir einu ári síðan það er að vinna þriðja leikinn á útivelli og eiga möguleika á að tryggja sér titilinn á heimavelli. Bæði liðin töpuðu líka næstu tveimur leikjum og misstu af titlinum.
Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, hefur hinsvegar góða reynslu af svona stöðu því hann gerði KR-inga að Íslandsmeisturum í sömu stöðu fyrir tíu árum síðan. KR tapaði þá fyrsta leiknum fyrir Grindavík en vann síðan næstu þrjá þar á meðal fjórða leikinn með 20 stiga mun.
Lið sem hafa verið 2-1 yfir og hafa átt heimaleik í leik fjögur:
Grindavík 2009 - tap
Leikur 4: Grindavík-KR 83-94
Leikur 5: KR-Grindavík 84-83
Íslandsmeistari: KR
KR 2007 - sigur
Leikur 4: KR-Njarðvík 83-81 (framlengt, 73-73)
Leikur 5: Þurfti ekki
Íslandsmeistari: KR
Keflavík 2004 - sigur
Leikur 4: Keflavík-Snæfell 87-67
Leikur 5: Þurfti ekki
Íslandsmeistari: Keflavík
KR 2000 - sigur
Leikur 4: KR-Grindavík 83-63
Leikur 5: Þurfti ekki
Íslandsmeistari: KR
Valur 1992 - tap
Leikur 4: Valur-Keflavík 56-78
Leikur 5: Keflavík-Valur 77-68
Íslandsmeistari: Keflavík
Keflavík 1991 - tap
Leikur 4: Keflavík-Njarðvík 81-91
Leikur 5: Njarðvík-Keflavík 84-75
Íslandsmeistari: Njarðvík
Aðeins þrjú af sex liðum hafa klárað í sömu stöðu og Snæfell
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti

Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti

Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti



„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn
