„Fréttir“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 12. mars 2010 06:00 Rétt fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna voru settar á flot alls konar vitleysis-sögur um gang viðræðna í London. Því var ranglega haldið fram að stjórnarandstaðan hefði komið í veg fyrir að lagt yrði fram nýtt tilboð. Og einnig að til hefði staðið að undirrita nýja samninga en stjórnarandstaðan hefði komið í veg fyrir það. Það var fjarri lagi enda hefur lítið þokast frá því að viðsemjendur okkar sendu frá sér tilboð sem allir flokkar telja óásættanlegt. Þó tók forsætisráðherra upp á því kvöld eitt, rétt fyrir atkvæðagreiðsluna, og lýsti því yfir að útlit væri fyrir að samningar gætu tekist það sama kvöld. Þetta kom öllum í opna skjöldu, ekki hvað síst samningamönnunum. Aðalútspil fjármálaráðherra fyrir atkvæðagreiðsluna var að lýsa því yfir á blaðamannafundi að einhverjir í samningaliðinu vildu ekki semja. Að því búnu hljóp hann út. Það dugði til að setja af stað alls konar getgátur þangað til fullyrðingin var meira og minna dregin til baka. Allt gengur út á að „hanna" umræðu og atburðarás án tillits til raunveruleikans. Nú virðast ráðherrarnir tveir róa að því öllum árum að losna við samráð við stjórnarandstöðuna og kenna um leið stjórnarandstöðu um að hlaupast undan merkjum. Fáeinir blaðamenn, sem lýst hafa sig eindregna stuðningsmenn ríkisstjórnarmeirihlutans í Icesave-málinu, virðast líta á það sem hlutverk sitt að hafa áhrif á atburðarásina fremur en að segja frá henni. Síðast rakst ég á klausu í dagblaði sem var uppspuni frá rótum. Klausan átti að lýsa ummælum formanns samninganefndarinnar um nálgunina í viðræðunum og mig. Þar var ekki eitt satt orð og raunar um fullkomin öfugmæli að ræða. Eigi að takast að leysa Icesave-málið sómasamlega verða allir stjórnmálaflokkar að vinna saman að lausn þess á rökréttan hátt með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi í stað þess að láta hagsmuni flokka eða óvild í garð annarra ráða för. Höfundur er alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Rétt fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna voru settar á flot alls konar vitleysis-sögur um gang viðræðna í London. Því var ranglega haldið fram að stjórnarandstaðan hefði komið í veg fyrir að lagt yrði fram nýtt tilboð. Og einnig að til hefði staðið að undirrita nýja samninga en stjórnarandstaðan hefði komið í veg fyrir það. Það var fjarri lagi enda hefur lítið þokast frá því að viðsemjendur okkar sendu frá sér tilboð sem allir flokkar telja óásættanlegt. Þó tók forsætisráðherra upp á því kvöld eitt, rétt fyrir atkvæðagreiðsluna, og lýsti því yfir að útlit væri fyrir að samningar gætu tekist það sama kvöld. Þetta kom öllum í opna skjöldu, ekki hvað síst samningamönnunum. Aðalútspil fjármálaráðherra fyrir atkvæðagreiðsluna var að lýsa því yfir á blaðamannafundi að einhverjir í samningaliðinu vildu ekki semja. Að því búnu hljóp hann út. Það dugði til að setja af stað alls konar getgátur þangað til fullyrðingin var meira og minna dregin til baka. Allt gengur út á að „hanna" umræðu og atburðarás án tillits til raunveruleikans. Nú virðast ráðherrarnir tveir róa að því öllum árum að losna við samráð við stjórnarandstöðuna og kenna um leið stjórnarandstöðu um að hlaupast undan merkjum. Fáeinir blaðamenn, sem lýst hafa sig eindregna stuðningsmenn ríkisstjórnarmeirihlutans í Icesave-málinu, virðast líta á það sem hlutverk sitt að hafa áhrif á atburðarásina fremur en að segja frá henni. Síðast rakst ég á klausu í dagblaði sem var uppspuni frá rótum. Klausan átti að lýsa ummælum formanns samninganefndarinnar um nálgunina í viðræðunum og mig. Þar var ekki eitt satt orð og raunar um fullkomin öfugmæli að ræða. Eigi að takast að leysa Icesave-málið sómasamlega verða allir stjórnmálaflokkar að vinna saman að lausn þess á rökréttan hátt með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi í stað þess að láta hagsmuni flokka eða óvild í garð annarra ráða för. Höfundur er alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun