Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 9. september 2025 14:03 Fyrir helgina kynntu stjórnvöld áform um mótun atvinnustefnu til ársins 2035. Atvinnustefnu er ætlað að búa jarðveg fyrir hagvöxt og m.a. skapa ný og verðmæt störf. Atvinnulífið hefur almennt fagnað þessum áformum og vonandi verður afurðin skynsamlega unnin og raunhæf. Fókusinn í umræðunni hefur mikið til hverfst um nýsköpun, hvernig við getum byggt upp nýjar útflutningsgreinar og ný og verðmæt störf þeim tengd. Það er hins vegar ástæða til að minna á hversu mikilvægt það er að atvinnustefna fjalli um hvernig megi hlúa vel að grunnstoðum íslensks atvinnulífs, þeim greinum sem hafa fram til þessa borið uppi hagvöxt og velsæld í landinu. Þessar greinar þurfum við að verja í harðnandi alþjóðlegri samkeppni. Við álframleiðslu á Íslandi eru um 2000 störf og flest þeirra sérhæfð. Meðallaun fólks sem starfar við álvinnslu eru um 20% hærri en meðalheildarlaun í landinu. Á árinu 2024 voru útflutningstekjur vegna álframleiðslu 328 milljarðar. Innlend útgjöld álveranna voru 135 milljarðar en þar af greiddu álverin 6 milljarða í opinber gjöld og tæpa 30 milljarða í laun og launatengd gjöld. Kaup álveranna á raforku er ein meginstoð íslenska raforkukerfisins og hefur skilað þjóðinni 90 milljarða arðgreiðslum frá árinu 2021. Langtímasamningar um raforkusölu til álveranna hafa gert Landsvirkjun að einu verðmesta fyrirtæki þjóðarinnar en álverin eru stærstu kaupendur raforku á Íslandi. Til að setja stærðirnar í samhengi þá töpuðust um 12 milljarðar í útflutningstekjum á síðasta ári vegna skerðinga á afhendingu raforku til íslensku álveranna. Það eru hærri upphæðir en margar atvinnugreinar skapa í heild sinni á ári hverju. Störf við álframleiðslu á Íslandi eru verðmæt og til mikils að vinna að stjórnvöld tryggi íslensku álverunum góð rekstrarskilyrði og þá ekki síður fyrirsjáanleika í rekstri; nægt framboð og samkeppnishæft verð á raforku. Séu þessar forsendur til staðar eru tækifæri fyrir íslensku álverin að gera betur, ráðast í fjárfestingar til þess að auka virði framleiðslunnar, nýta raforkuna enn betur og skila þar með enn meiru til samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Eldey Arnardóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Orkumál Áliðnaður Stóriðja Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Fyrir helgina kynntu stjórnvöld áform um mótun atvinnustefnu til ársins 2035. Atvinnustefnu er ætlað að búa jarðveg fyrir hagvöxt og m.a. skapa ný og verðmæt störf. Atvinnulífið hefur almennt fagnað þessum áformum og vonandi verður afurðin skynsamlega unnin og raunhæf. Fókusinn í umræðunni hefur mikið til hverfst um nýsköpun, hvernig við getum byggt upp nýjar útflutningsgreinar og ný og verðmæt störf þeim tengd. Það er hins vegar ástæða til að minna á hversu mikilvægt það er að atvinnustefna fjalli um hvernig megi hlúa vel að grunnstoðum íslensks atvinnulífs, þeim greinum sem hafa fram til þessa borið uppi hagvöxt og velsæld í landinu. Þessar greinar þurfum við að verja í harðnandi alþjóðlegri samkeppni. Við álframleiðslu á Íslandi eru um 2000 störf og flest þeirra sérhæfð. Meðallaun fólks sem starfar við álvinnslu eru um 20% hærri en meðalheildarlaun í landinu. Á árinu 2024 voru útflutningstekjur vegna álframleiðslu 328 milljarðar. Innlend útgjöld álveranna voru 135 milljarðar en þar af greiddu álverin 6 milljarða í opinber gjöld og tæpa 30 milljarða í laun og launatengd gjöld. Kaup álveranna á raforku er ein meginstoð íslenska raforkukerfisins og hefur skilað þjóðinni 90 milljarða arðgreiðslum frá árinu 2021. Langtímasamningar um raforkusölu til álveranna hafa gert Landsvirkjun að einu verðmesta fyrirtæki þjóðarinnar en álverin eru stærstu kaupendur raforku á Íslandi. Til að setja stærðirnar í samhengi þá töpuðust um 12 milljarðar í útflutningstekjum á síðasta ári vegna skerðinga á afhendingu raforku til íslensku álveranna. Það eru hærri upphæðir en margar atvinnugreinar skapa í heild sinni á ári hverju. Störf við álframleiðslu á Íslandi eru verðmæt og til mikils að vinna að stjórnvöld tryggi íslensku álverunum góð rekstrarskilyrði og þá ekki síður fyrirsjáanleika í rekstri; nægt framboð og samkeppnishæft verð á raforku. Séu þessar forsendur til staðar eru tækifæri fyrir íslensku álverin að gera betur, ráðast í fjárfestingar til þess að auka virði framleiðslunnar, nýta raforkuna enn betur og skila þar með enn meiru til samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun