Norðmenn takast á um ESB-aðild Íslands 1. október 2010 04:30 Hvaða áhrif hefði innganga Íslands? Lesa má um áhuga Norðmanna á aðildarumsókn Íslendinga á www.neitileu.no og á www.jasiden.no.fréttablaðið/klemens Norsk samtök, sem berjast með og á móti inngöngu Noregs í Evrópusambandið, styðja systursamtök sín á Íslandi á ýmsan hátt og stendur meðal annars yfir fjársöfnun fyrir Heimssýn, íslensku nei-samtökin. Á heimasíðu hins norska „Nei við ESB“ er fjallað um hugsanlega inngöngu Íslands. Þar segir að norsku samtökin miðli af þekkingu sinni og reynslu til Íslendinganna. Ferðalög og þýðingar kosti sitt: „Styðjið íslensku nei-hliðina með framlagi inn á samstöðureikning Nei við ESB,“ segir þar og númer bankareiknings fylgir. Á heimasíðu norsku Evrópuhreyfingarinnar er einnig fjallað um aðildarviðræður Íslands. Hreyfingin muni fylgjast vel með ferlinu og styðja við íslensku já-hliðina, ásamt Fjölþjóðlegu Evrópuhreyfingunni. Ekki er að heyra á Páli Vilhjálmssyni, starfsmanni Heimssýnar, að söfnunin hafi skilað miklu. Félagið hafi fengið „sama og ekkert“ í aurum talið frá norsku samtökunum. Þó fór hópur frá Heimssýn á landsfund hjá norska nei-inu í fyrra og greiddu Norðmenn ferð og uppihald. Eins komu Norðmennirnir hingað með litla sendinefnd og greiddu sjálfir fyrir. „Þar kynntumst við því hvernig þeir skipulögðu baráttuna gegn ESB-samningnum 1994 og það var heilmikið á því að græða,“ segir Páll. Minna samstarf hafi verið við sænska og danska nei-ið, en frá dönsku samtökunum hafi þó Evrópuþingmaður, neikvæður í garð ESB, heimsótt Heimssýn á kostnað Evrópuþingsins. Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, framkvæmdastjóri Sterkara Íslands, segir samtökin enga peninga hafa fengið frá Norðmönnum. „Nei. Við vorum í samstarfi við norsku samtökin um fyrirlestur Joe Borg. Þau borguðu hluta kostnaðarins á móti okkur,“ segir hún en veit ekki nákvæmlega hvernig því var skipt. „Um leið funduðum við með stjórn norsku samtakanna um helgina, sem var mjög gagnlegt,“ segir hún. Einnig sé félagið í samstarfi við Fjölþjóðlegu Evrópuhreyfinguna í gegnum íslensku Evrópusamtökin. Engin söfnun standi yfir hjá norsku já-hliðinni eins og hjá nei-hliðinni gagnvart Heimssýn. klemens@frettabladid.is Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir Fréttir Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Norsk samtök, sem berjast með og á móti inngöngu Noregs í Evrópusambandið, styðja systursamtök sín á Íslandi á ýmsan hátt og stendur meðal annars yfir fjársöfnun fyrir Heimssýn, íslensku nei-samtökin. Á heimasíðu hins norska „Nei við ESB“ er fjallað um hugsanlega inngöngu Íslands. Þar segir að norsku samtökin miðli af þekkingu sinni og reynslu til Íslendinganna. Ferðalög og þýðingar kosti sitt: „Styðjið íslensku nei-hliðina með framlagi inn á samstöðureikning Nei við ESB,“ segir þar og númer bankareiknings fylgir. Á heimasíðu norsku Evrópuhreyfingarinnar er einnig fjallað um aðildarviðræður Íslands. Hreyfingin muni fylgjast vel með ferlinu og styðja við íslensku já-hliðina, ásamt Fjölþjóðlegu Evrópuhreyfingunni. Ekki er að heyra á Páli Vilhjálmssyni, starfsmanni Heimssýnar, að söfnunin hafi skilað miklu. Félagið hafi fengið „sama og ekkert“ í aurum talið frá norsku samtökunum. Þó fór hópur frá Heimssýn á landsfund hjá norska nei-inu í fyrra og greiddu Norðmenn ferð og uppihald. Eins komu Norðmennirnir hingað með litla sendinefnd og greiddu sjálfir fyrir. „Þar kynntumst við því hvernig þeir skipulögðu baráttuna gegn ESB-samningnum 1994 og það var heilmikið á því að græða,“ segir Páll. Minna samstarf hafi verið við sænska og danska nei-ið, en frá dönsku samtökunum hafi þó Evrópuþingmaður, neikvæður í garð ESB, heimsótt Heimssýn á kostnað Evrópuþingsins. Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, framkvæmdastjóri Sterkara Íslands, segir samtökin enga peninga hafa fengið frá Norðmönnum. „Nei. Við vorum í samstarfi við norsku samtökin um fyrirlestur Joe Borg. Þau borguðu hluta kostnaðarins á móti okkur,“ segir hún en veit ekki nákvæmlega hvernig því var skipt. „Um leið funduðum við með stjórn norsku samtakanna um helgina, sem var mjög gagnlegt,“ segir hún. Einnig sé félagið í samstarfi við Fjölþjóðlegu Evrópuhreyfinguna í gegnum íslensku Evrópusamtökin. Engin söfnun standi yfir hjá norsku já-hliðinni eins og hjá nei-hliðinni gagnvart Heimssýn. klemens@frettabladid.is Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
Fréttir Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira