Skólinn kennir á lífið Bjarni Karlsson skrifar 2. desember 2010 00:01 Nú heldur áfram umræðan um tillögugerð mannréttindaráðs borgarinnar varðandi samstarf kirkju og skóla og það hefur mikið að segja að jákvæður farvegur finnist í þessu máli. Við viljum öll að leik- og grunnskóli sé öruggur og uppbyggilegur vettvangur sem miðli því helsta og besta sem samfélagið hefur að færa börnum á hverjum tíma. Þar viljum við að góðum siðgildum sé haldið á lofti og að börnin þjálfist í almennri lífsleikni um leið og vitsmunaleg og tæknileg færni þeirra fær ákjósanleg vaxtarskilyrði. Þá er mikilvægt fyrir hvern skóla og foreldrasamfélag að eiga trausta bandamenn í nærumhverfi sínu, því hér gildir hið fornkveðna að það þarf þorp til þess að ala upp barn. Fjölbreytt þekking og félagsleg kunnátta vex af kynnum við margt fólk og okkur ber að tryggja að skólinn sé slíkt mannlífstorg sem miðli breiðri þekkingu. Við viljum glæða forvitni hinna ungu en kenna þeim varkárni. Við viljum að þau séu markviss í eigin lífi en taki jafnframt tilliti til annarra. Og við viljum að þau verði sjálfstæðar siðverur og kunni fótum sínum forráð í fjölbreyttum heimi þar sem allt virðist falt og flest hægt. Af þessum ástæðum þykir foreldrum og kennurum almennt mikilvægt að börn njóti þjónustu stofnana og félagasamtaka sem bjóða upp á fjölbreytta þroskamöguleika í tómstundum. Listnám, íþróttir, útivist, kirkjustarf, skátar o.m.fl. kemur þar við sögu en forsenda samstarfsins er þó ætíð ein; trúnaður. Foreldra- og skólasamfélagið verður að sjá verðugan bandamann í félagi sem býður barni upp á tómstundaiðkun og það verður að mega treysta því að þar fari ekkert fram sem ögri heill barnsins. Því er jákvætt að mannréttindaráð borgarinnar setji rammaviðmið um samskipti félaga og stofnana við skólasamfélagið, en það þarf að gæta þess að þeir rammar séu raunhæfir og beri ekki með sér neitt annað en umhyggju fyrir uppeldisaðstæðum barna. Ósættið sem nú ríkir um tillögur mannréttindaráðs er til komið vegna þess að margir þykjast greina þar andúð á milli lína. Mörgum finnst stafa þótti gagnvart kirkju og trú af tillögunum. Ég tek undir þá skoðun og álít ekki gott að yfirvöld noti andúð eða beiti þótta. Nú ríður á að við byggjum upp gagnsætt og merkingarbært samfélag þar sem eining ríkir í fjölbreytileikanum. Við þurfum að þróa með okkur þjóðfélag sem er siðferðislega vakandi, sveigjanlegt og stefnufast í senn. Við þurfum að rifja upp og rækta þau siðgildi sem við viljum hafa í heiðri og til þess notum við almannarýmið. Siður samfélagsins er ekki einkamál heimilisins heldur vex hann fram í gagnvirkum tengslum heimilis, skóla og allra annarra stofnana. Sjálfur er ég sóknarprestur og sit jafnframt í velferðarráði Reykjavíkur fyrir hönd Samfylkingarinnar, svo að málið er mér skyldara en ella. Og þar sem ég hef lýst mig vanhæfan til að fjalla um þetta mál í velferðarráði, því ég vil ekki að umsögn þess verði skýrð með veru minni, þá ætla ég hér að hvetja samherja mína í mannréttindaráði til að endurskoða tillögur sínar í anda jafnræðis og snúa þeim jafnt að öllum félögum og stofnunum sem víkja vilja góðu að börnum og unglingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Nú heldur áfram umræðan um tillögugerð mannréttindaráðs borgarinnar varðandi samstarf kirkju og skóla og það hefur mikið að segja að jákvæður farvegur finnist í þessu máli. Við viljum öll að leik- og grunnskóli sé öruggur og uppbyggilegur vettvangur sem miðli því helsta og besta sem samfélagið hefur að færa börnum á hverjum tíma. Þar viljum við að góðum siðgildum sé haldið á lofti og að börnin þjálfist í almennri lífsleikni um leið og vitsmunaleg og tæknileg færni þeirra fær ákjósanleg vaxtarskilyrði. Þá er mikilvægt fyrir hvern skóla og foreldrasamfélag að eiga trausta bandamenn í nærumhverfi sínu, því hér gildir hið fornkveðna að það þarf þorp til þess að ala upp barn. Fjölbreytt þekking og félagsleg kunnátta vex af kynnum við margt fólk og okkur ber að tryggja að skólinn sé slíkt mannlífstorg sem miðli breiðri þekkingu. Við viljum glæða forvitni hinna ungu en kenna þeim varkárni. Við viljum að þau séu markviss í eigin lífi en taki jafnframt tilliti til annarra. Og við viljum að þau verði sjálfstæðar siðverur og kunni fótum sínum forráð í fjölbreyttum heimi þar sem allt virðist falt og flest hægt. Af þessum ástæðum þykir foreldrum og kennurum almennt mikilvægt að börn njóti þjónustu stofnana og félagasamtaka sem bjóða upp á fjölbreytta þroskamöguleika í tómstundum. Listnám, íþróttir, útivist, kirkjustarf, skátar o.m.fl. kemur þar við sögu en forsenda samstarfsins er þó ætíð ein; trúnaður. Foreldra- og skólasamfélagið verður að sjá verðugan bandamann í félagi sem býður barni upp á tómstundaiðkun og það verður að mega treysta því að þar fari ekkert fram sem ögri heill barnsins. Því er jákvætt að mannréttindaráð borgarinnar setji rammaviðmið um samskipti félaga og stofnana við skólasamfélagið, en það þarf að gæta þess að þeir rammar séu raunhæfir og beri ekki með sér neitt annað en umhyggju fyrir uppeldisaðstæðum barna. Ósættið sem nú ríkir um tillögur mannréttindaráðs er til komið vegna þess að margir þykjast greina þar andúð á milli lína. Mörgum finnst stafa þótti gagnvart kirkju og trú af tillögunum. Ég tek undir þá skoðun og álít ekki gott að yfirvöld noti andúð eða beiti þótta. Nú ríður á að við byggjum upp gagnsætt og merkingarbært samfélag þar sem eining ríkir í fjölbreytileikanum. Við þurfum að þróa með okkur þjóðfélag sem er siðferðislega vakandi, sveigjanlegt og stefnufast í senn. Við þurfum að rifja upp og rækta þau siðgildi sem við viljum hafa í heiðri og til þess notum við almannarýmið. Siður samfélagsins er ekki einkamál heimilisins heldur vex hann fram í gagnvirkum tengslum heimilis, skóla og allra annarra stofnana. Sjálfur er ég sóknarprestur og sit jafnframt í velferðarráði Reykjavíkur fyrir hönd Samfylkingarinnar, svo að málið er mér skyldara en ella. Og þar sem ég hef lýst mig vanhæfan til að fjalla um þetta mál í velferðarráði, því ég vil ekki að umsögn þess verði skýrð með veru minni, þá ætla ég hér að hvetja samherja mína í mannréttindaráði til að endurskoða tillögur sínar í anda jafnræðis og snúa þeim jafnt að öllum félögum og stofnunum sem víkja vilja góðu að börnum og unglingum.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun