Verðbólga lækkar úr 4,5 prósentum í 4,0 prósent í mánuðinum, gangi verðbólguspá IFS greiningar eftir.
Til saman-burðar mældist 9,75 prósenta verðbólga fyrir ári. Síðast mældist sambærileg tólf mánaða verðbólga í september 2007.
Í verðbólguspá IFS segir að gert sé ráð fyrir að verð á fatnaði hækki minna en alla jafna í september, eða um fimm prósent í stað 8,3. Þá er reiknað með að skóverð hækki um eitt prósent í stað 2,2. Munar þar um að útsöluáhrif fjöruðu út í ágúst.
Hagstofan birtir tölur um vísitölu neysluverðs í dag.- jab