Biðstaða er í innanlandsfluginu þessa stundina og öll áætlun Flugfélags Íslands og Ernis er í nánari athugun. Aska er víða í háloftunum og er verið að kortleggja hana nánar. Keflavíkurflugvöllur er hinsvegar opinn og hefur millilandaumferð verið með eðlilegum hætti í morgun.

