Umhyggja í stað ofbeldis 17. september 2010 06:00 Fréttin af aðförinni að kúbversku feðgunum vekur óhug. Það að þeir, og að því er fullyrt er, fleiri innflytjendur, hafi neyðst til að flýja land vegna ofsókna og áreitis er skelfileg og óþolandi smán fyrir samfélag okkar. Þjóðflutningar einkenna heiminn okkar og auðga menningu og samfélag, líka okkar eigið. Við eigum að meta það og virða það fólk sem hér sest að. Biblían leggur áherslu á gestrisni í garð framandi fólks og hvetur okkur til að koma fram við útlendinginn af virðingu og á jafnræðisgrunni. Íslendingar eru innflytjendur í landi sínu. Þegar við erum spurð: Hvaðan ertu? þá munu flest okkar þurfa að viðurkenna að það er ekki einföld spurning og ættartréð leiðir í ljós flóknari uppruna en við blasir í fyrstu. Mörg okkar eiga ættingja í öðrum löndum og höfum notið gestrisni framandi þjóða. Samt virðist ríkja hér tortryggni gagnvart þeim útlendingum sem setjast að. Að ungt fólk á Íslandi skuli daðra við fordóma og hatur og ganga til liðs við ofbeldismenn til að klekkja á öðru fólki, eins og hér virðist hafa gerst, er grafalvarlegt. Við sem fullorðin erum berum þar mikla ábyrgð. Svo margt í okkar menningu og samskiptum hefur borið vitni um agaleysi, ábyrgðarleysi og virðingarleysi í orðum og athöfn. Virðingarleysið getur af sér kaldhæðni og kaldhæðnin nærir reiði, fyrirlitningu og hatur. Það er samfélagsmein. Okkur ber skylda til að vinna gegn því hugarfari og afstöðu. Við eigum að láta það heyrast hátt og skýrt að kynþáttahatur, tortryggni gagnvart útlendingum, já og fordómar gegn trúarbrögðum verði ekki liðið á Íslandi. Öll eigum við hlutdeild í sömu mennsku. Okkur ber skylda til að stuðla að bættri vellíðan, lífsgæðum og mannréttindum allra sem í landinu okkar búa og dvelja, að styðja við hælisleitendur og verja réttindi þeirra. Þeirri skyldu megum við ekki bregðast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Fréttin af aðförinni að kúbversku feðgunum vekur óhug. Það að þeir, og að því er fullyrt er, fleiri innflytjendur, hafi neyðst til að flýja land vegna ofsókna og áreitis er skelfileg og óþolandi smán fyrir samfélag okkar. Þjóðflutningar einkenna heiminn okkar og auðga menningu og samfélag, líka okkar eigið. Við eigum að meta það og virða það fólk sem hér sest að. Biblían leggur áherslu á gestrisni í garð framandi fólks og hvetur okkur til að koma fram við útlendinginn af virðingu og á jafnræðisgrunni. Íslendingar eru innflytjendur í landi sínu. Þegar við erum spurð: Hvaðan ertu? þá munu flest okkar þurfa að viðurkenna að það er ekki einföld spurning og ættartréð leiðir í ljós flóknari uppruna en við blasir í fyrstu. Mörg okkar eiga ættingja í öðrum löndum og höfum notið gestrisni framandi þjóða. Samt virðist ríkja hér tortryggni gagnvart þeim útlendingum sem setjast að. Að ungt fólk á Íslandi skuli daðra við fordóma og hatur og ganga til liðs við ofbeldismenn til að klekkja á öðru fólki, eins og hér virðist hafa gerst, er grafalvarlegt. Við sem fullorðin erum berum þar mikla ábyrgð. Svo margt í okkar menningu og samskiptum hefur borið vitni um agaleysi, ábyrgðarleysi og virðingarleysi í orðum og athöfn. Virðingarleysið getur af sér kaldhæðni og kaldhæðnin nærir reiði, fyrirlitningu og hatur. Það er samfélagsmein. Okkur ber skylda til að vinna gegn því hugarfari og afstöðu. Við eigum að láta það heyrast hátt og skýrt að kynþáttahatur, tortryggni gagnvart útlendingum, já og fordómar gegn trúarbrögðum verði ekki liðið á Íslandi. Öll eigum við hlutdeild í sömu mennsku. Okkur ber skylda til að stuðla að bættri vellíðan, lífsgæðum og mannréttindum allra sem í landinu okkar búa og dvelja, að styðja við hælisleitendur og verja réttindi þeirra. Þeirri skyldu megum við ekki bregðast.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun