Körfubolti

Snæfellingar reka báða erlendu leikmennina sína

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sade Logan í leik með Snæfell.
Sade Logan í leik með Snæfell. Mynd/Heimasíða Snæfells.
Snæfell hefur sagt upp samning við báða erlendu leikmennina í kvennaliði sínu, þeim Inga Muciniece og Sade Logan. Logan er annar bandaríski leikmaður Snæfellslðsins í vetur sem þarf að taka pokann sinn. Þetta kemur fram á heimasíðu Snæfells.

Sade Logan lék 9 deildarleiki með Snæfell og var með 12,7 stig, 4,9 fráköst og 2,1 stoðsendingu í þeim. Hún tók við stöðu Jamie Braun sem var með 28,0 stig, 10,5 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu tveimur deildarleikjum liðsins.

Inga Muciniece var með 11,3 stig, 10,3 fráköst, 2,2 stoðsendingar og 2,1 varið skot að meðaltali í þeim 11 leikjum sem hún spilaði með Snæfelli.

Snæfell ætlar bara að vera með einn erlendan leikmann á nýju ári en samkvæmt fréttinni á heimasíðu Snæfells þá ætla Hólmarar að fara sér hægt í þeim efnum og gera vel á þessum tímum.

Snæfell leikur sinn fyrsta leik á nýju ári á móti Fjölni 5. janúar og svo gæti farið að liðið verið kanalaust í þeim leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×