Tunga og hjarta þykir lostæti ytra 20. maí 2010 04:45 Hrafnreyður KÓ-100 Nýuppgert skip Hrefnuveiðimanna ehf. er ekki ósvipað á litinn og hrefnan sjálf sem því er ætlað að veiða. Gert er út frá Kópavogshöfn. Fréttablaðið/Vilhelm Hrafnreyður KÓ-100 heitir nýuppgert skip Hrefnuveiðimanna ehf. sem fékk í gær haffærisskírteini og hélt samdægurs út til veiða frá Kópavogshöfn. Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Félags hrefnuveiðimanna, var með í þessari fyrstu för skipsins. „Það er nú aðallega til að fylgjast með og hjálpa til, því að við ætlum nú í fyrsta sinn að skera úr hrefnunni bæði tungu og hjarta,“ segir hann. Kjötið af dýrunum fer á innanlandsmarkað, en tungu og hjörtu eru seld til fyrirtækis sem svo aftur selur þau úr landi. Gunnar segir tungu og hjarta hrefnunnar þykja sérstakt lostæti í Japan og sjálfsagt að nýta sóknarfæri í að selja þá hluta skepnunnar úr landi. „Þetta hefur ekkert verið nýtt hér heima.“ Gunnar segir að því stefnt að undir haust verði Hrafnreyður búin að veiða 80 dýr. Kvóti vertíðarinnar er hins vegar 200 dýr. Hrafnreyður er annar báturinn til að halda af stað á þessari vertíð, en Dröfn RE hélt til fyrstu veiða í apríllok. Líkur eru þó á að Hrafnreyður verði fyrst með feng að landi, því Dröfn var kölluð í önnur verkefni áður en til þess kom að sjómenn þar veiddu hrefnu. Gunnar Bergmann segir stefnt að því að nýta innyfli skepnunnar eins og hægt er, lifur þar á meðal, en einnig þekkist að bein séu seld í handverk. Til dæmis hafi listamaðurinn Matthew Barney, eiginmaður Bjarkar Guðmundsdóttur, fest kaup á rifbeinum eins hvals í fyrra. „Beinin notaði hann svo í handrið við hús þeirra,“ segir hann. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að því hörðum höndum að gera Hrafnreyði haffæra, en báturinn er hinn vistlegasti eftir endurbæturnar. Þegar hvalur hefur verið skotinn er hann dreginn á dekk við skut skipsins og skorinn þar í bita. Kjöt og annað nýtilegt er svo fært niður á millidekk til frekari aðgerðar og í kælingu. Fimm til átta eru í áhöfn í hverri ferð og vistarverur áhafnar vistlegar, í þremur litlum káetum með kojum. Á vefnum hrefna.is kemur fram að Hrafnreyður verði við veiðar á Faxaflóa út maí, en síðan sé áætlað að fara á önnur svæði. Kjöt af skepnum sem veiðast verður flutt í kjötvinnslu Hrefnuveiðimanna við Bakkabraut í Kópavogi. Þar er því pakkað og selt í verslanir og veitingahús. olikr@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Hrafnreyður KÓ-100 heitir nýuppgert skip Hrefnuveiðimanna ehf. sem fékk í gær haffærisskírteini og hélt samdægurs út til veiða frá Kópavogshöfn. Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Félags hrefnuveiðimanna, var með í þessari fyrstu för skipsins. „Það er nú aðallega til að fylgjast með og hjálpa til, því að við ætlum nú í fyrsta sinn að skera úr hrefnunni bæði tungu og hjarta,“ segir hann. Kjötið af dýrunum fer á innanlandsmarkað, en tungu og hjörtu eru seld til fyrirtækis sem svo aftur selur þau úr landi. Gunnar segir tungu og hjarta hrefnunnar þykja sérstakt lostæti í Japan og sjálfsagt að nýta sóknarfæri í að selja þá hluta skepnunnar úr landi. „Þetta hefur ekkert verið nýtt hér heima.“ Gunnar segir að því stefnt að undir haust verði Hrafnreyður búin að veiða 80 dýr. Kvóti vertíðarinnar er hins vegar 200 dýr. Hrafnreyður er annar báturinn til að halda af stað á þessari vertíð, en Dröfn RE hélt til fyrstu veiða í apríllok. Líkur eru þó á að Hrafnreyður verði fyrst með feng að landi, því Dröfn var kölluð í önnur verkefni áður en til þess kom að sjómenn þar veiddu hrefnu. Gunnar Bergmann segir stefnt að því að nýta innyfli skepnunnar eins og hægt er, lifur þar á meðal, en einnig þekkist að bein séu seld í handverk. Til dæmis hafi listamaðurinn Matthew Barney, eiginmaður Bjarkar Guðmundsdóttur, fest kaup á rifbeinum eins hvals í fyrra. „Beinin notaði hann svo í handrið við hús þeirra,“ segir hann. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að því hörðum höndum að gera Hrafnreyði haffæra, en báturinn er hinn vistlegasti eftir endurbæturnar. Þegar hvalur hefur verið skotinn er hann dreginn á dekk við skut skipsins og skorinn þar í bita. Kjöt og annað nýtilegt er svo fært niður á millidekk til frekari aðgerðar og í kælingu. Fimm til átta eru í áhöfn í hverri ferð og vistarverur áhafnar vistlegar, í þremur litlum káetum með kojum. Á vefnum hrefna.is kemur fram að Hrafnreyður verði við veiðar á Faxaflóa út maí, en síðan sé áætlað að fara á önnur svæði. Kjöt af skepnum sem veiðast verður flutt í kjötvinnslu Hrefnuveiðimanna við Bakkabraut í Kópavogi. Þar er því pakkað og selt í verslanir og veitingahús. olikr@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira