Í dag var dregið í 8-liða úrslit karla og kvenna í Poweradebikarnum. 8-liða úrslitin fara fram í kringum helgina 8.-9. janúar. Dregið var í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal.
Njarðvíkingar slógu út bikarmeistara Snæfells í 16-liða úrslitunum og heimsækja Hauka í þessari umferð. Þessi lið eru jöfn að stigum í Iceland Express-deildinni.
8-liða úrslit karla:
Haukar - Njarðvík
KR - Fjölnir
Grindavík - Laugdælir
Tindastóll - Skallagrímur
8-liða úrslit kvenna:
Snæfell - Hamar
Njarðvík - Haukar
Keflavík - Grindavík
Skallagrímur - KR