„Það er ekki bara nóg að æfa. Þetta er samspil margra þátta," sagði Sigurbjörg Ágústsdóttir einkaþjálfari í upphafi samtals okkar í gær en hún hefur starfað hjá World Class síðustu 18 ár.
Sigurbjörg útskýrði fyrir okkur hvað við þurfum að gera til að fá sléttan maga.
Þá sýndi hún okkur góðar magaæfingar sem sjá má með því að smella á hnappinn Horfa á myndskeið með frétt.