Samlagssjóðurinn Frumtak hefur keypt hlut í nýsköpunarfyrirtækinu ICEconsult fyrir áttatíu milljónir króna.
ICEconsult hefur þróað hugbúnað og aðferðafræði til að stýra stoðþjónustu fyrir sveitarfélög, fyrirtæki, þjónustufyrirtæki og verslanakeðjur. Með innleiðingu lausna ICEconsult á tilteknum rafrænum verkferlum og réttum þjónustusamningum má ná um tíu til þrjátíu prósenta hagræðingu.
Fyrirtækið er byrjað á markaðssókn erlendis og hefur samið um dreifingu á hugbúnaði sínum í Danmörku, Englandi og Möltu, að því er fram kemur í tilkynningu. - jab