Spáhundurinn Pamela spáir Manchester City sigri gegn Everton í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta sem fram fer í kvöld.
Pamela hefur alls ekki sýnt bestu hliðar sínar hvað spádómsgáfuna varðar fram til þessa. Hún hefur haft rangt fyrir sér í þau tvö skipti sem hún hefur komið í heimsókn í Sunnudagsmessuna hjá Guðmundi Benediktssyni og Hjörvari Hafliðasyni.