Björninn unninn á Langjökli 30. nóvember 2010 13:09 Alls fóru tíu lítrar af matarlit, 900 lítrar af vatni og einn kílómetri af snæri í ísbjörninn, sem var um 4.000 fermetrar. Mynd/Christopher Lund Bjargey Ólafsdóttir myndlistarmaður teiknaði fjögur þúsund fermetra stóran ísbjörn á Langjökul á föstudag. „Þetta gekk lygilega vel," segir Bjargey um ísbjörninn stóra á Langjökli. Verkið var hluti af alþjóðlega verkefninu 350 Earth, þar sem listamenn á sautján stöðum víðs vegar um heim bjuggu til gríðarstór listaverk sem teknar voru loftmyndir af. Tilefnið var loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna sem hófst í Mexíkó í gær. Bjargey var mætt á Langjökul klukkan að ganga tíu á föstudagsmorgun ásamt níu manna föruneyti, sem aðstoðaði hana við að teikna myndina af birninum. Að auki voru þrír um borð í þyrlunni sem myndirnar voru teknar úr.Bjargey Ólafsdóttir með uppdrátt af ísbirninum sem var teiknaður á jökulinn.Mynd/Halldór Kolbeins„Lykillinn af því hvað þetta gekk vel var að valinn maður var í hverju rúmi, eins og í öllum farsælum verkefnum." Bjargey segir mestan tíma hafa farið í undirbúninginn, að setja upp punktanet og strengja kílómetra af snæri á milli til að mála eftir. „Við vorum í sjálfu sér fljót að mála björninn, það tók ekki nema um tvær klukkustundir." Hún segir það hafa verið magnaða upplifun að svífa upp með þyrlunni og berja björninn augum.Sett var upp punktanet með stikum til að sýna hvar ætti að hella litnum.Mynd/Halldór Kolbeins„Maður sá auðvitað ekkert þarna niðri annað en línur á milli staura. Það var því alveg dásamlegt að fljúga þarna upp og sjá hvað þetta heppnaðist frábærlega."Bjargey fékk tíu manns til liðs við sig til að teikna björninn, auk þriggja í viðbót um borð í þyrlunni.Mynd/Halldór KolbeinsBjargey segir verkefnið hafa verið krefjandi og lærdómsríkt. „Bestu verkin eru þau sem maður lærir mest af og það sem gefur þessu starfi gildi. Þetta er hluti af því að lifa lífinu lifandi og halda manni alltaf á tánum." Finna má myndir af hinum loftverkunum á heimasíðu verkefnisins, 350.org - þar á meðal verk Thom Yorke, söngvara Radiohead, sem sett var upp í Brighton á laugardag. bergsteinn@frettabladid.is Loftslagsmál Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Bjargey Ólafsdóttir myndlistarmaður teiknaði fjögur þúsund fermetra stóran ísbjörn á Langjökul á föstudag. „Þetta gekk lygilega vel," segir Bjargey um ísbjörninn stóra á Langjökli. Verkið var hluti af alþjóðlega verkefninu 350 Earth, þar sem listamenn á sautján stöðum víðs vegar um heim bjuggu til gríðarstór listaverk sem teknar voru loftmyndir af. Tilefnið var loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna sem hófst í Mexíkó í gær. Bjargey var mætt á Langjökul klukkan að ganga tíu á föstudagsmorgun ásamt níu manna föruneyti, sem aðstoðaði hana við að teikna myndina af birninum. Að auki voru þrír um borð í þyrlunni sem myndirnar voru teknar úr.Bjargey Ólafsdóttir með uppdrátt af ísbirninum sem var teiknaður á jökulinn.Mynd/Halldór Kolbeins„Lykillinn af því hvað þetta gekk vel var að valinn maður var í hverju rúmi, eins og í öllum farsælum verkefnum." Bjargey segir mestan tíma hafa farið í undirbúninginn, að setja upp punktanet og strengja kílómetra af snæri á milli til að mála eftir. „Við vorum í sjálfu sér fljót að mála björninn, það tók ekki nema um tvær klukkustundir." Hún segir það hafa verið magnaða upplifun að svífa upp með þyrlunni og berja björninn augum.Sett var upp punktanet með stikum til að sýna hvar ætti að hella litnum.Mynd/Halldór Kolbeins„Maður sá auðvitað ekkert þarna niðri annað en línur á milli staura. Það var því alveg dásamlegt að fljúga þarna upp og sjá hvað þetta heppnaðist frábærlega."Bjargey fékk tíu manns til liðs við sig til að teikna björninn, auk þriggja í viðbót um borð í þyrlunni.Mynd/Halldór KolbeinsBjargey segir verkefnið hafa verið krefjandi og lærdómsríkt. „Bestu verkin eru þau sem maður lærir mest af og það sem gefur þessu starfi gildi. Þetta er hluti af því að lifa lífinu lifandi og halda manni alltaf á tánum." Finna má myndir af hinum loftverkunum á heimasíðu verkefnisins, 350.org - þar á meðal verk Thom Yorke, söngvara Radiohead, sem sett var upp í Brighton á laugardag. bergsteinn@frettabladid.is
Loftslagsmál Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira