Handbolti

Einar spáir því að Fram og Stjarnan fari í úrslitaleikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir fékk Einar Jónsson, þjálfara kvennaliðs Hauka, til þess að spá fyrir um undanúrslitaleiki í Deildarbikar kvenna sem fara fram í Strandgötunni í dag. Einar spáir að Fram og Stjarnan komist í úrslitaleikinn.

„Maður veit nú ekki hvaða leikmenn spila þessa leiki eins og í fyrra þegar ungir leikmenn og ólöglegir leikmenn tóku þátt í þessum leikjum. Maður veit því ekki hvað liðin gera," sagði Einar og vísaði þá meðal annars til þess þegar Nína Kristín Björnsdóttir lék ólögleg með val á móti Haukum í undanúrslitum keppninnar í fyrra.

Stjarnan mætir Val klukkan 16.00 og leikur Fram og Fylkis hefst síðan klukkan 17.45.

„Á fullum styrk þá held ég að Fram vinni Fylki nokkuð sannfærandi en hinn leikurinn verður jafn. Ég hef samt trú á því að Stjarnan klári Val," segir Einar og hann spáir Fram sigri í væntanlegum úrslitaleik á móti Stjörnunni á morgun.

„Ég held að Fram klári þennan titil. Þær eru með mestu breiddina og eiga að klára þetta mót allavega," sagði Einar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×