Veður og vatnsvernd ráða úrslitum 16. september 2010 02:15 „Það þarf meðal annars að skoða betur hvort það eru veðurfarsleg skilyrði fyrir snjóframleiðslu áður en hægt er að taka afstöðu í málinu," segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, formaður bæjarráðs í Hafnarfirði, um þá hugmynd að styrkja rekstur skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli með snjóframleiðslu. Tólf sveitarfélög eiga aðild að Skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins sem lagt hafa fram kostnaðaráætlun upp á samtals 768 milljónir vegna fyrirhugaðrar framleiðslu á snjó. Stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) ræddi málið á fundi í ágúst. Í ályktun stjórnarinnar var meðal annars vísað til þess að heilbrigðisnefnd treystir sér ekki að svo stöddu til að samþykkja snjóframleiðsluna fyrir sitt leyti vegna mögulegra áhrifa hennar á vatnsból. Í minnisblaði sem lagt var fyrir stjórn SSH voru útlistaðar niðurstöður athugana á gögnum úr veðurstöð í Bláfjöllum á fimm ára tímabili. Kannaðir voru möguleikar á snjóframleiðslu að teknu tilliti til hitastigs og vindhraða. „Mjög góðar framleiðsluaðstæður eru til staðar til að framleiða nothæft lag allt að 6 sinnum yfir veturinn að jafnaði," segir meðal annars í minnisblaðinu. Stjórn SSH segir hins vegar að „þétta" þurfi mat á veðurfarslegum upplýsingum. Sömuleiðis mat á „mögulegum ávinningi við að ráðast í þá fjárfestingu sem tillaga stjórnar skíðasvæðanna felur í sér". - gar Fréttir Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
„Það þarf meðal annars að skoða betur hvort það eru veðurfarsleg skilyrði fyrir snjóframleiðslu áður en hægt er að taka afstöðu í málinu," segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, formaður bæjarráðs í Hafnarfirði, um þá hugmynd að styrkja rekstur skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli með snjóframleiðslu. Tólf sveitarfélög eiga aðild að Skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins sem lagt hafa fram kostnaðaráætlun upp á samtals 768 milljónir vegna fyrirhugaðrar framleiðslu á snjó. Stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) ræddi málið á fundi í ágúst. Í ályktun stjórnarinnar var meðal annars vísað til þess að heilbrigðisnefnd treystir sér ekki að svo stöddu til að samþykkja snjóframleiðsluna fyrir sitt leyti vegna mögulegra áhrifa hennar á vatnsból. Í minnisblaði sem lagt var fyrir stjórn SSH voru útlistaðar niðurstöður athugana á gögnum úr veðurstöð í Bláfjöllum á fimm ára tímabili. Kannaðir voru möguleikar á snjóframleiðslu að teknu tilliti til hitastigs og vindhraða. „Mjög góðar framleiðsluaðstæður eru til staðar til að framleiða nothæft lag allt að 6 sinnum yfir veturinn að jafnaði," segir meðal annars í minnisblaðinu. Stjórn SSH segir hins vegar að „þétta" þurfi mat á veðurfarslegum upplýsingum. Sömuleiðis mat á „mögulegum ávinningi við að ráðast í þá fjárfestingu sem tillaga stjórnar skíðasvæðanna felur í sér". - gar
Fréttir Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira