Körfubolti

Taplausu liðin keppa um toppsætið í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Keflavíkurkonur hafa byrjað tímabilið afar vel og eru á heimavelli í toppleiknum í kvöld
Keflavíkurkonur hafa byrjað tímabilið afar vel og eru á heimavelli í toppleiknum í kvöld Mynd/Valli
Það verður stórleikur í kvennakörfunni í kvöld þegar Keflavík tekur á móti Hamar í Toyota-höllinni í Keflavík í 7. umferð Iceland Express deildar kvenna. Bæði lið hafa unnið fyrstu sex leiki sína og spila því um toppsætið í leiknum í kvöld.

Keflavíkurkonur hafa farið á kostum í upphafi tímabils og unnið flesta leiki sína mjög stórt. Það hefur hinsvegar staðið tæpar á sigrinum hjá Hamar sem er búið vinna leiki sína með 13,8 stigum að meðaltali á móti. Keflavíkurliðið hefur unnið sína leiki með 28,3 stigum að meðaltali þar af tvo heimaleiki sína með samtals 86 stigum.

Hamarsliðið hefur sett nýtt félagsmet með því að vinna sex fyrstu leiki sína á tímabilinu en gamla metið voru fimm sigurleikir í byrjun 2008-2009 tímabilsins. Það var einmitt Keflavík sem endaði sigurgöngu Hamars fyrir tveimur árum þegar liðið fór í Hveragerði og vann 14 stiga sigur, 90-76.

Keflavík vann tíu stiga sigur á Hamar, 75-65, þegar liðin mættust í Lengjubikarnum í haust en sá leikur fór fram í Hveragerði. Hamar vann hinsvegar eftirminnilegan 43 stiga sigur, 91-48, í síðasta leik liðanna í Keflavík en það var fjórði leikur liðanna í undanúrslitaeinvígi sínu í úrslitakeppninni síðasta.

Hér fyrir neðan má sjá smá samanburð á sigurleikjum toppliða kvennakörfunnar í upphafi þessa tímabils.

Sex sigar í röð hjá toppliðum Iceland Express deildar kvenna:

Keflavík

Njarðvík (úti) 82-75 (+7)

KR (úti) 87-74 (+13)

Snæfell (heima) 118-62 (+56)

Fjölnir (úti) 93-39 (+54)

Haukar (heima) 79-49 (+30)

Grindavík (úti) 81-68 (+13)

Hamar

Snæfell (heima) 92-71 (+21)

Fjölnir (úti) 81-73 (+8)

Haukar (heima) 89-58 (+31)

Grindavík (úti) 81-75 (+6)

KR (heima) 79-76 (+3)

Njarðvík (heima) 72-58 (+14)

+30 stiga sigrar

Keflavík 3

Hamar 1

-10 siga sigrar

Hamar 3

Keflavík 1

Stig í leik

Keflavík 90,0

Hamar 82,3

Stig fengin á sig í leik

Keflavík 61,2

Hamar 68,5

Nettó-stigatala

Keflavík +173 (28,3)

Hamar +83 (13,8)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×