Fimmti hver táningur sem tók þátt í nýlegri rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum hafði misst heyrn að einhverju leyti. Sérfræðingar hvetja til þess að fólk lækki í tónlistarspilurum þó tengsl á milli spilaranna og heyrnarskerðingar hafi ekki verið staðfest.
„Við vonum að þetta verði til þess að fólk fari varlega,“ segir Dr. Gary Cunhan, sem stýrði rannsókninni.
Heyrnarskerðingin var í fæstum tilvikum mikil. Hún lýsti sér yfirleitt þannig að ungmennin heyrðu ekki hljóð sem voru 16 til 24 desibel, til dæmis hvísl eða hljóð í vatnsdropum sem detta úr krana. Þótt skerðingin sé lítil getur hún gert fólki það erfitt að taka þátt í samræðum, segja vísindamenn. - bj