Umfjöllun: Nýliðarnir lítil fyrirstaða fyrir meistaraefnin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. september 2010 20:55 Ólafur Guðmundsson og FH-ingar byrja á sigri. FH vann í kvöld góðan sigur á Aftureldingu, 34-25, í N1-deild karla. Staðan í hálfleik var 17-12 en eins og tölurnar gefa til kynna var sigur FH lengst af aldrei í hættu. Það var gríðarlega mikil stemning í Kaplakrika í gær. Stuðningsmannasveit Mosfellinga, „Rothöggið“, var með mikil læti á áhorfendapöllunum og yfirgnæfði þá fjölmörgu stuðningsmenn FH sem voru mættir í höllina. Þessi góði stuðningur gaf nýliðinum vind í seglinn í byrjun leiksins og höfðu gestirnir úr Mosfellsbæ undirtökin fyrstu 20 mínúturnar. Smári Guðfinnsson varði mjög vel í markinu og Bjarni Aron Þórðarson skoraði nokkur lagleg mörk af vinstri vængnum. Logi Geirsson, sem kom heim úr atvinnumennskunni í sumar, klikkaði að vísu á fyrsta skotinu sínu í leiknum en lét það ekki slá sig út af laginu. Hann stýrði sóknarleiknum ágætlega og skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleiknum. Hann var einnig duglegur að leggja upp fyrir Ólaf Guðmundsson sem lét mikið af sér kveða er heimamenn breyttu stöðunni úr 10-10 í 17-12 á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiksins. Pálmar Pétursson fór þá einnig mikinn í markinu og varði úr þó nokkrum dauðafærum Mosfellinga. Síðari hálfleikur var nokkuð líkur þeim fyrri. Afturelding byrjaði af miklum krafti og náði að minnka muninn í tvö mörk en þá gáfu heimamenn aftur í. Þeir sigu hægt og rólega fram úr og unnu að lokum níu marka sigur. Afturelding fékk þó ágætt tækifæri til að koma sér aftur inn í leikinn og var liðið oft í yfirtölu þegar þarna var komið við sögu en allt kom fyrir ekki. Varnarleikur gestanna var ágætur til að byrja með en miklu munaði að markvarslan var nánast engin í síðari hálfleik. Afturelding tók Ólaf Guðmundsson úr umferð nánast allan síðari hálfleikinn en það virtist litlu breyta, sérstklega eftir því sem leið á leikinn. Sóknarleikur FH varð betri og betri eftir því sem leið á leikinn og réðu gestirnir lítið sem ekkert við þá undir lok hans. Niðurstaðan sanngjarn sigur en FH á eftir að fá erfiðara próf en þeir fengu í kvöld strax um helgina er þeir mæta Íslandsmeistum Hauka í Hafnarfjarðarslag um helgina. Mosfellingar sýndu þó í kvöld að þetta er mikið baráttulið sem mun sjálfsagt hrifsa til sín stig hér og þar í vetur. Þeir gáfust aldrei upp þó svo að á móti hefði blásið og þeim ber að hrósa fyrir það. FH - Afturelding 34 – 25 (17-12) Mörk FH (skot): Ólafur A. Guðmundsson 10 (15), Atli Rúnar Steinþórsson 5 (5), Logi Geirsson 4/2 (5/2), Ásbjörn Friðriksson 4/2 (9/2), Hermann R. Björnsson 3 (4), Brynjar E. Geirsson 2 (2), Benedikt R. Kristinsson 2 (6), Bogi Eggertsson 1 (1), Þorkell Magnússon 1 (1), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (2), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (2).Varin skot: Pálmar Pétursson 14 (39/3, 36%).Hraðaupphlaup: 2 (Logi 1, Sigurgeir Árni 1).Fiskuð víti: 4 (Bogi 1, Ásbjörn 1, Ari Magnús 1, Atli Rúnar 1).Utan vallar: 8 mínútur.Mörk Aftureldingar (skot): Bjarni Aron Þórðarson 10 (20), Arnar Theódórsson 6 (9), Jóhann Jóhannsson 6/3 (8/3), Aron Gylfason 2 (4), Eyþór Vestmann 1 (2), Jón Andri Helgason (4), Ásgeir Jónsson (2). Varin skot: Smári Guðfinsson 10 (32/2, 31%), Hafþór Einarsson 4 (16/2, 25%).Hraðaupphlaup: 7 (Bjarni Aron 3, Arnar 2, Aron 1, Jóhann 1).Fiskuð víti: 3 (Bjarni Aron 2, Pétur 1).Utan vallar: 10 mínútur.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Höfðu góð tök á leiknum. Olís-deild karla Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira
FH vann í kvöld góðan sigur á Aftureldingu, 34-25, í N1-deild karla. Staðan í hálfleik var 17-12 en eins og tölurnar gefa til kynna var sigur FH lengst af aldrei í hættu. Það var gríðarlega mikil stemning í Kaplakrika í gær. Stuðningsmannasveit Mosfellinga, „Rothöggið“, var með mikil læti á áhorfendapöllunum og yfirgnæfði þá fjölmörgu stuðningsmenn FH sem voru mættir í höllina. Þessi góði stuðningur gaf nýliðinum vind í seglinn í byrjun leiksins og höfðu gestirnir úr Mosfellsbæ undirtökin fyrstu 20 mínúturnar. Smári Guðfinnsson varði mjög vel í markinu og Bjarni Aron Þórðarson skoraði nokkur lagleg mörk af vinstri vængnum. Logi Geirsson, sem kom heim úr atvinnumennskunni í sumar, klikkaði að vísu á fyrsta skotinu sínu í leiknum en lét það ekki slá sig út af laginu. Hann stýrði sóknarleiknum ágætlega og skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleiknum. Hann var einnig duglegur að leggja upp fyrir Ólaf Guðmundsson sem lét mikið af sér kveða er heimamenn breyttu stöðunni úr 10-10 í 17-12 á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiksins. Pálmar Pétursson fór þá einnig mikinn í markinu og varði úr þó nokkrum dauðafærum Mosfellinga. Síðari hálfleikur var nokkuð líkur þeim fyrri. Afturelding byrjaði af miklum krafti og náði að minnka muninn í tvö mörk en þá gáfu heimamenn aftur í. Þeir sigu hægt og rólega fram úr og unnu að lokum níu marka sigur. Afturelding fékk þó ágætt tækifæri til að koma sér aftur inn í leikinn og var liðið oft í yfirtölu þegar þarna var komið við sögu en allt kom fyrir ekki. Varnarleikur gestanna var ágætur til að byrja með en miklu munaði að markvarslan var nánast engin í síðari hálfleik. Afturelding tók Ólaf Guðmundsson úr umferð nánast allan síðari hálfleikinn en það virtist litlu breyta, sérstklega eftir því sem leið á leikinn. Sóknarleikur FH varð betri og betri eftir því sem leið á leikinn og réðu gestirnir lítið sem ekkert við þá undir lok hans. Niðurstaðan sanngjarn sigur en FH á eftir að fá erfiðara próf en þeir fengu í kvöld strax um helgina er þeir mæta Íslandsmeistum Hauka í Hafnarfjarðarslag um helgina. Mosfellingar sýndu þó í kvöld að þetta er mikið baráttulið sem mun sjálfsagt hrifsa til sín stig hér og þar í vetur. Þeir gáfust aldrei upp þó svo að á móti hefði blásið og þeim ber að hrósa fyrir það. FH - Afturelding 34 – 25 (17-12) Mörk FH (skot): Ólafur A. Guðmundsson 10 (15), Atli Rúnar Steinþórsson 5 (5), Logi Geirsson 4/2 (5/2), Ásbjörn Friðriksson 4/2 (9/2), Hermann R. Björnsson 3 (4), Brynjar E. Geirsson 2 (2), Benedikt R. Kristinsson 2 (6), Bogi Eggertsson 1 (1), Þorkell Magnússon 1 (1), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (2), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (2).Varin skot: Pálmar Pétursson 14 (39/3, 36%).Hraðaupphlaup: 2 (Logi 1, Sigurgeir Árni 1).Fiskuð víti: 4 (Bogi 1, Ásbjörn 1, Ari Magnús 1, Atli Rúnar 1).Utan vallar: 8 mínútur.Mörk Aftureldingar (skot): Bjarni Aron Þórðarson 10 (20), Arnar Theódórsson 6 (9), Jóhann Jóhannsson 6/3 (8/3), Aron Gylfason 2 (4), Eyþór Vestmann 1 (2), Jón Andri Helgason (4), Ásgeir Jónsson (2). Varin skot: Smári Guðfinsson 10 (32/2, 31%), Hafþór Einarsson 4 (16/2, 25%).Hraðaupphlaup: 7 (Bjarni Aron 3, Arnar 2, Aron 1, Jóhann 1).Fiskuð víti: 3 (Bjarni Aron 2, Pétur 1).Utan vallar: 10 mínútur.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Höfðu góð tök á leiknum.
Olís-deild karla Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira