Fimm prósent Íslendinga þjást af heilsukvíða 4. desember 2010 08:00 Sóley Dröfn Davíðsdóttir. Áætlað er að fimm prósent fólks þjáist af heilsukvíða. Vandamálið einkennist af þrálátum kvíða og áhyggjum yfir því að vera haldinn sjúkdómi. Enginn munur er milli kynjanna. Stuðst er við atferlismeðferð og lyfjagjöf í meðferð. Áætlað er að um fimm prósent Íslendinga þjáist af heilsukvíða. Ástandið einkennist af óhóflegum og hamlandi kvíða þar sem fólk óttast að vera haldið alvarlegum sjúkdómi þrátt fyrir að niðurstöður læknisfræðilegra skoðana sýni fram á annað. Sóley Dröfn Davíðsdóttir, sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni, og Ólafur Árni Sveinsson, taugalæknir hjá Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, skrifuðu grein sem birtist í Læknablaðinu í gær, sem ber heitið Heilsukvíði - aukin þekking og meðferðarmöguleikar, þar sem fjallað var um helstu einkenni vandans og ný meðferðarúrræði. Sóley Dröfn segir að heilsukvíði sé algengari en margir halda. Utan við þessi fimm prósent sem eru áætluð að eigi við þetta vandamál að stríða sé mikill fjöldi fólks sem óttast á einhverjum tímapunkti að vera haldinn alvarlegum sjúkdómi þrátt fyrir að lítil rök liggi fyrir því. „Þetta hefst oftast snemma á fullorðinsárunum, þegar fólk er undir andlegu álagi," segir Sóley Dröfn. „Hugsanlega hefur náinn ættingi orðið alvarlega veikur eða látist úr sjúkdómi og með því myndast sú hugmynd hjá viðkomandi einstaklingi að hann sjálfur eigi á hættu að veikjast." Tíðni heilsukvíða er jöfn meðal karla og kvenna, en almenn kvíðaröskun og fælni sé mun algengari meðal kvenna heldur en karla. Áður fyrr var sjúkdómurinn kallaður ímyndunarveiki. Sóley Dröfn segir að það sé rangnefni vegna þess að hugtakið „ímyndun" gefur í skyn að einkenni fólks séu ekki raunveruleg. „Líkaminn er sjaldnast einkennalaus," segir Sóley. „Þeir sem þjást af heilsukvíða eru ekki að gera sér upp einkenni, heldur eru þau rangtúlkuð í hugum fólks sem telur að þau stafi af alvarlegum sjúkdómi." Sóley Dröfn segir mikilvægt að komast að rótum vandans og átta sig á því hvað það er sem fólk óttast. Hvort sem það sé dauðinn, veikindaferlið, einangrun, að skilja börnin eftir eða í raun hvað sem er. „Þetta þótti áður illviðráðanlegur vandi. En hugræn atferlismeðferð og ákveðin lyfjameðferð geta hvort um sig skilað miklum árangri." sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Áætlað er að um fimm prósent Íslendinga þjáist af heilsukvíða. Ástandið einkennist af óhóflegum og hamlandi kvíða þar sem fólk óttast að vera haldið alvarlegum sjúkdómi þrátt fyrir að niðurstöður læknisfræðilegra skoðana sýni fram á annað. Sóley Dröfn Davíðsdóttir, sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni, og Ólafur Árni Sveinsson, taugalæknir hjá Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, skrifuðu grein sem birtist í Læknablaðinu í gær, sem ber heitið Heilsukvíði - aukin þekking og meðferðarmöguleikar, þar sem fjallað var um helstu einkenni vandans og ný meðferðarúrræði. Sóley Dröfn segir að heilsukvíði sé algengari en margir halda. Utan við þessi fimm prósent sem eru áætluð að eigi við þetta vandamál að stríða sé mikill fjöldi fólks sem óttast á einhverjum tímapunkti að vera haldinn alvarlegum sjúkdómi þrátt fyrir að lítil rök liggi fyrir því. „Þetta hefst oftast snemma á fullorðinsárunum, þegar fólk er undir andlegu álagi," segir Sóley Dröfn. „Hugsanlega hefur náinn ættingi orðið alvarlega veikur eða látist úr sjúkdómi og með því myndast sú hugmynd hjá viðkomandi einstaklingi að hann sjálfur eigi á hættu að veikjast." Tíðni heilsukvíða er jöfn meðal karla og kvenna, en almenn kvíðaröskun og fælni sé mun algengari meðal kvenna heldur en karla. Áður fyrr var sjúkdómurinn kallaður ímyndunarveiki. Sóley Dröfn segir að það sé rangnefni vegna þess að hugtakið „ímyndun" gefur í skyn að einkenni fólks séu ekki raunveruleg. „Líkaminn er sjaldnast einkennalaus," segir Sóley. „Þeir sem þjást af heilsukvíða eru ekki að gera sér upp einkenni, heldur eru þau rangtúlkuð í hugum fólks sem telur að þau stafi af alvarlegum sjúkdómi." Sóley Dröfn segir mikilvægt að komast að rótum vandans og átta sig á því hvað það er sem fólk óttast. Hvort sem það sé dauðinn, veikindaferlið, einangrun, að skilja börnin eftir eða í raun hvað sem er. „Þetta þótti áður illviðráðanlegur vandi. En hugræn atferlismeðferð og ákveðin lyfjameðferð geta hvort um sig skilað miklum árangri." sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira