Fótbolti

Bruno Labbadia verður þriðji þjálfari Stuttgart á tímabilinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bruno Labbadia.
Bruno Labbadia. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Bruno Labbadia hefur verið ráðinn þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Stuttgart og mun verða kynntur til leik seinna í dag. Labbadia fær það krefjandi verkefni að koma þessu gamla stórliði upp út fallsæti en það eru aðeins þrjú ár síðan liðið varð þýskur meistari.

Labbadia tekur við af Jens Keller sem var rekinn eftir aðeins tvo mánuði í starfi eftir að Stuttgart tapaði 1-2 fyrir Hannover á föstudaginn. Christian Gross hafði verið rekinn frá félaginu 13. október.

Hinn 44 ára gamli Labbadia lék sem framherji með mörgum af bestu liðum þýsku deildarinnar en hann skoraði alls 103 mörk í 328 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni. Labbadia lék meðal annars með Bayern Munich frá 1991 til 1994 og með Werder Bremen frá 1995 til 1998.

Labbadia var rekinn frá Hamburger SV í apríl síðastliðnum en hann hafði áður verið við stjórnvölinn hjá Bayer Leverkusen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×