Massa: Ný lið hættuleg á brautinni 8. mars 2010 15:48 Ferrari bíllinn hefur reynst snar í snúningum í höndum allra ökumanna liðsins. Felipe Massa telur að nýju lið í Formúlu 1 séu það hægfæra að hætta geti skapast í brautinni við framúrakstur þeirra öflugri. Þrjú spáný lið keppa í Formúlu 1 í ár, Lotus, Virgin, Hispania og svo Sauber Ferrari sem er nýtt lið á gömlum belgjum og hefur staðið sig vel á æfingum. Hin hafa verið hæg til þessa, enda að taka fyrstu skrefin. Hispania liðið hefur reynar ekki farið einn metra á æfingum og mæta á æfingu í fyrsta skipti á æfingu í Bahrein á föstudag. "Ég vona að nýliðarnir verði ekki hættulegir. Það eru sex eða sjö lið sem munar sekúndu á, en svo önnur 4 sekúndum á eftir. Það er ekki gott fyrir íþróttina, né heldur liðin. Þetta eru eins og tvær mótaraðir séu í gangi", sagði Massa í samtali við ítalska dagblaðið Corriere della Sera sem var svo birt á vefsíðu Ferrari. Þannig að Ferrari mönnum er mikið í mun að koma þessum skilaboðum á framfæri. Forseti Ferrari hefur ekki verið sérlega hrifinn af framgangi FIA í málum nýrra liða og vildi frekar sjá Toyota og BMW áfram í Formúlu 1, heldur en lið með ekkert nafn eða reynslu á bakvið sig. Liðin eru þó skipuð reyndum mönnum úr heimi akstursíþrótta. Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Felipe Massa telur að nýju lið í Formúlu 1 séu það hægfæra að hætta geti skapast í brautinni við framúrakstur þeirra öflugri. Þrjú spáný lið keppa í Formúlu 1 í ár, Lotus, Virgin, Hispania og svo Sauber Ferrari sem er nýtt lið á gömlum belgjum og hefur staðið sig vel á æfingum. Hin hafa verið hæg til þessa, enda að taka fyrstu skrefin. Hispania liðið hefur reynar ekki farið einn metra á æfingum og mæta á æfingu í fyrsta skipti á æfingu í Bahrein á föstudag. "Ég vona að nýliðarnir verði ekki hættulegir. Það eru sex eða sjö lið sem munar sekúndu á, en svo önnur 4 sekúndum á eftir. Það er ekki gott fyrir íþróttina, né heldur liðin. Þetta eru eins og tvær mótaraðir séu í gangi", sagði Massa í samtali við ítalska dagblaðið Corriere della Sera sem var svo birt á vefsíðu Ferrari. Þannig að Ferrari mönnum er mikið í mun að koma þessum skilaboðum á framfæri. Forseti Ferrari hefur ekki verið sérlega hrifinn af framgangi FIA í málum nýrra liða og vildi frekar sjá Toyota og BMW áfram í Formúlu 1, heldur en lið með ekkert nafn eða reynslu á bakvið sig. Liðin eru þó skipuð reyndum mönnum úr heimi akstursíþrótta.
Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira