Innlent

Segir meirihluta fyrir því að kalla Landsdóm saman

Morgunblaðið hefur það eftir heimildum, sem blaðið metur áreiðanlegar, að meirihluti hafi myndast fyrir því, í nefnd sem Alþingi skipaði til að fara yfir rannasóknarskýrslu Alþingis, að Landsdómur verði kallaður saman.

Dómurinn fjalli um hugsanlega ábyrgð fjögurra fyrrverandi ráðherra úr ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð.

Stefnt er að því að nefndin geri grein fyrir störfum sínum á laugardag, en ráðherarnir sem um ræðir eru Geir Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Björgvin G. Sigurðsson og Árni M. Mathiesen. Það kæmi svo til kasta Alþingis að taka ákvörðun um ákæru.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×