Meistaramótið heppnaðist vel - Ekki fleiri náð EM lágmarki í 60 ár Hjalti Þór Hreinsson skrifar 12. júlí 2010 08:15 Frá mótinu í gær. Fréttablaðið/Arnþór Úrhellis rigning á laugardaginn setti strik í reikninginn á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum í Laugardalnum. Hún stríddi keppendum í nokkrum greinum en þó var mótið vel heppnað og fín tilþrif sáust. Jónas Egilsson, framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambands Íslands segir að mikil og spennandi keppni hafi verið í mörgum greinum og að bætt aðstaða innanhúss sé að skila sér. Það á bæði við fleiri keppendur og betri árangur. „Það vantaði svolítið af okkar besta fólki. Ásdís Hjálmsdóttir er úti að keppa og Björgvin Víkingsson er við æfingar í Sviss þar sem hann er búsettur. Helga Margrét Þorsteinsdóttir gat ekki keppt vegna matareitrunar á laugardaginn en það segir sitt um hana að hún mætti seinni daginn og vann kúluvarpskeppnina," sagði Jónas. Að hans mati vann Þorsteinn Ingvason besta árangurinn í karlaflokki. „Hann stökk 7,62 metra í langstökkinu og var aðeins tveim sentimetrum frá því að jafna mótsmet Jóns Arnars Magnússonar, þrátt fyrir erfiðar aðstæður," sagði Jónas. Kristín Birna Ólafsdóttir vann besta árangurinn í kvennaflokki. „Hún sýndi hvað í henni býr núna og vann bæði 110 metra og 400 metra grindahlaupin. Hún fékk ekki nógu mikla keppni í 400 metra hlaupinu en hún er á réttri leið," sagði Jónas sem vildi sjá betri árangur í kúluvarpskeppninni. „En stundum er þetta svona, vogun vinnur vogun tapar." Ásdís, Björgvin, Þorsteinn, Helga Margrét og Kristín eru öll á leiðinni á Evrópumótið sem fer fram í Barcelona seinna í júlí. Auk þeirra náðu lágmarki þeir Bergur Ingi Pétursson sem varð Íslandsmeistari í sleggjukasti og Óðinn Björn Þorsteinsson sem varð Íslandsmeistari í kúluvarpi. „Bergur er að ná sér af meiðslum og er að komast á skrið. Hann er í kapphlaupi við tímann fyrir EM. Óðinn hefur ekki sýnt nægilegan stöðugleika en það er bara fínpússningaratriði," sagði Jónas. Að hans mati er stórbætt aðstaða að skila sér núna. „Sú kynslóð sem er að alast upp inni í þessari aðstöðu er núna að koma upp og að blómstra. Fjöldi iðkenda er líka á uppleið og það var mjög góð þátttaka á mótinu núna," sagði framkvæmdastjórinn. Sjömenningarnir sem náðu lágmarki fyrir EM er mesti fjöldi sem nær lágmarki síðan 1950 þegar níu Íslendingar kepptu. „Framtíðin er björt, þetta er mikið af ungu fólki og þá erum við líka að senda þrjár stelpur á HM U19 ára í Kanada þar sem Helga Margrét á góða möguleika á að komast á verðlaunapall," sagði Jónas. Innlendar Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur og lærisveinar hans í úrslit Handbolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira
Úrhellis rigning á laugardaginn setti strik í reikninginn á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum í Laugardalnum. Hún stríddi keppendum í nokkrum greinum en þó var mótið vel heppnað og fín tilþrif sáust. Jónas Egilsson, framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambands Íslands segir að mikil og spennandi keppni hafi verið í mörgum greinum og að bætt aðstaða innanhúss sé að skila sér. Það á bæði við fleiri keppendur og betri árangur. „Það vantaði svolítið af okkar besta fólki. Ásdís Hjálmsdóttir er úti að keppa og Björgvin Víkingsson er við æfingar í Sviss þar sem hann er búsettur. Helga Margrét Þorsteinsdóttir gat ekki keppt vegna matareitrunar á laugardaginn en það segir sitt um hana að hún mætti seinni daginn og vann kúluvarpskeppnina," sagði Jónas. Að hans mati vann Þorsteinn Ingvason besta árangurinn í karlaflokki. „Hann stökk 7,62 metra í langstökkinu og var aðeins tveim sentimetrum frá því að jafna mótsmet Jóns Arnars Magnússonar, þrátt fyrir erfiðar aðstæður," sagði Jónas. Kristín Birna Ólafsdóttir vann besta árangurinn í kvennaflokki. „Hún sýndi hvað í henni býr núna og vann bæði 110 metra og 400 metra grindahlaupin. Hún fékk ekki nógu mikla keppni í 400 metra hlaupinu en hún er á réttri leið," sagði Jónas sem vildi sjá betri árangur í kúluvarpskeppninni. „En stundum er þetta svona, vogun vinnur vogun tapar." Ásdís, Björgvin, Þorsteinn, Helga Margrét og Kristín eru öll á leiðinni á Evrópumótið sem fer fram í Barcelona seinna í júlí. Auk þeirra náðu lágmarki þeir Bergur Ingi Pétursson sem varð Íslandsmeistari í sleggjukasti og Óðinn Björn Þorsteinsson sem varð Íslandsmeistari í kúluvarpi. „Bergur er að ná sér af meiðslum og er að komast á skrið. Hann er í kapphlaupi við tímann fyrir EM. Óðinn hefur ekki sýnt nægilegan stöðugleika en það er bara fínpússningaratriði," sagði Jónas. Að hans mati er stórbætt aðstaða að skila sér núna. „Sú kynslóð sem er að alast upp inni í þessari aðstöðu er núna að koma upp og að blómstra. Fjöldi iðkenda er líka á uppleið og það var mjög góð þátttaka á mótinu núna," sagði framkvæmdastjórinn. Sjömenningarnir sem náðu lágmarki fyrir EM er mesti fjöldi sem nær lágmarki síðan 1950 þegar níu Íslendingar kepptu. „Framtíðin er björt, þetta er mikið af ungu fólki og þá erum við líka að senda þrjár stelpur á HM U19 ára í Kanada þar sem Helga Margrét á góða möguleika á að komast á verðlaunapall," sagði Jónas.
Innlendar Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur og lærisveinar hans í úrslit Handbolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira