Boston Celtics vann öruggan 93-65 sigur á Philadelphia 76ers í nótt í fyrsta leik liðsins á undirbúningstímabilinu. Margir biðu spenntir eftir að sjá Shaquille O'Neal spila sinn fyrsta leik með Boston Celtics.
Shaquille O'Neal var í byrjunarliðinu ásamt þeim Rajon Rondo. Ray Allen, Paul Pierce og Kevin Garnett og spilaði í rúmar 15 mínútur. Shaq var með 8 stig, 2 fráköst og 2 villur á þessum tíma en hann hitti úr 4 af 5 skotum sínum utan af velli en klikkaði á báðum vítunum sínum.
Ray Allen var stigaghæstur hjá Boston með 14 stig en hann tók einnig átta fráköst og var líka efstur þar á blaði.
„Ég er bara að reyna að komast í takt við strákana í liðinu. Ég ætla að reyna að halda mér þúsund prósent heilum því eftir nokkrar vikur hefst alvaran," sagði Shaquille O'Neal eftir leikinn.
