Líf Magneudóttir: Lítilmagnar samtímans 14. maí 2010 09:31 Fyrir ekki ýkja löngu dáðist borgarfulltrúi í viðtali í sjónvarpinu að öllu örláta fólkinu sem lætur gott af hendi rakna til lítilmagnans sem stendur í biðröð eftir nauðþurftum og fram spretta myndir í hugann. Tötralegir og guggnir fátæklingar híma undir vegg í rigningarsudda og vonin vaknar í augunum þegar smekklega klæddar yfirstéttarkonur koma svífandi eins og englar af himnum ofan til að gauka að þeim súpu. Lífsglaðir öreigar dansa um götur eins og í My Fair Lady og þjófóttir en sjarmerandi götustrákar taka lagið fyrir vegfarendur, alveg eins og í Oliver. Þarna var nú aldeilis litríkt mannlíf og margt skemmtilegt sem gerðist, ekki satt? Ætli þeir hafa það ekki bara þokkalegt líka, fátæku Íslendingarnir, ekki síst ef þeir draga nú upp nikkuna í biðröðinni eftir súrmjólkurpottinum og taka lagið? Og skyldi ekki blessuðum börnunum þeirra þykja vænt um allt góða fólkið sem réttir þeim ölmusuna og vera því þakklát? Það er ekki langt síðan Íslendingar þekktu neyðina mætavel. Fyrr á árum var börnum fátæklinga komið fyrir í þrælkun á þeim bæjum sem voru tilbúnir að taka við þeim fyrir lægstu meðgjöfina frá sveitinni. Niðursetningarnir eru ekki fjær okkur í tíma en svo að einhverjir þeirra kunna enn að vera á lífi, þó nánast allir af þeirra kynslóð séu gengnir á vit feðra sinna. Örlög þeirra réðust af fátækt - af því að heimili leystust upp, kannski vegna dauðsfalls, eða af því að foreldrarnir voru einhverra hluta vegna ekki færir um að sjá fyrir börnunum sínum. Niðursetningarnir áttu síðan að vera bændum þakklátir fyrir að fá þak yfir höfuðið, eitthvað að éta og starfa. Og nær okkur í tíma fann efnalítið fólk í húsnæðisvandræðum skjól í Kamp Knox og öðrum misjöfnum hermannabröggum. Margir muna líka eftir að hafa búið þar. Þeir sem yngri eru þekkja braggahverfin kannski helst af skrautlegu mannlífi í bókum Einars Kárasonar og bíómynd gerðri eftir þeim, svona dálítið eins og My Fair Lady eða Oliver, og jafn óraunverulegt og fjarlægt og þær sögur. Fúkkalyktin og rottugangurinn sitja kannski meira í minni þeirra sem ólust þar upp, eineltið, níðið og örvæntingin. Við erum sem betur fer komin talsvert langt frá þessum aðstæðum hérna á Íslandi og upplifum þær vonandi aldrei framar. Ekkert barn á að þurfa að alast upp við slík kjör. En við verðum líka að horfast í augu við raunveruleikann, þó að það sé kannski skemmtilegra að láta sig dreyma um lundabjarg í Húsdýragarðinum og glæsilega golfvelli. Nú er farið að ganga á sparifé gætnu fjölskyldnanna og bráðum verður séreignarsparnaðurinn uppurinn. Margir hafa misst vinnuna og ekki fundið aðra. Margir eiga sífellt erfiðara með að borga af lánum og standa í skilum og fjöldi fólks óttast að missa húsnæðið. Hvert á það að fara ef sá ótti verður að veruleika? Hvernig ætlum við að hjálpa fjölskyldunum svo að þær leysist ekki upp vegna ómegðar og bjargarleysis? Þetta er ekki vinsælt umræðuefni í kosningabaráttu, ekki frekar en að misskipting í samfélaginu hefur aukist og heldur áfram að aukast ef ekkert er að gert. Við ættum að hafa áttað okkur á að blind einstaklingshyggja hefur komið okkur í ógöngur og við þurfum að snúa við blaðinu. Það er hluti af því að lifa og hrærast í samfélagi að taka sameiginlega ábyrgð. Fólkið sem mundi mætavel ástandið sem ég drap á hér að ofan barðist hörðum höndum við að koma upp velferðarkerfi til að tryggja að enginn þyrfti að þola sömu örlög og fátæklingar fyrri tíma. Um það velferðarkerfi og velferðarþjónustu þarf að standa dyggan vörð og koma í veg fyrir að bilið á milli fátækra og ríkra verði óbrúanlegt. Fátækt er ekki sjarmerandi, söngelsk eða skemmtileg. Hún er óvættur sem við eigum ekki að þurfa að líða í okkar samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Skoðun Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Fyrir ekki ýkja löngu dáðist borgarfulltrúi í viðtali í sjónvarpinu að öllu örláta fólkinu sem lætur gott af hendi rakna til lítilmagnans sem stendur í biðröð eftir nauðþurftum og fram spretta myndir í hugann. Tötralegir og guggnir fátæklingar híma undir vegg í rigningarsudda og vonin vaknar í augunum þegar smekklega klæddar yfirstéttarkonur koma svífandi eins og englar af himnum ofan til að gauka að þeim súpu. Lífsglaðir öreigar dansa um götur eins og í My Fair Lady og þjófóttir en sjarmerandi götustrákar taka lagið fyrir vegfarendur, alveg eins og í Oliver. Þarna var nú aldeilis litríkt mannlíf og margt skemmtilegt sem gerðist, ekki satt? Ætli þeir hafa það ekki bara þokkalegt líka, fátæku Íslendingarnir, ekki síst ef þeir draga nú upp nikkuna í biðröðinni eftir súrmjólkurpottinum og taka lagið? Og skyldi ekki blessuðum börnunum þeirra þykja vænt um allt góða fólkið sem réttir þeim ölmusuna og vera því þakklát? Það er ekki langt síðan Íslendingar þekktu neyðina mætavel. Fyrr á árum var börnum fátæklinga komið fyrir í þrælkun á þeim bæjum sem voru tilbúnir að taka við þeim fyrir lægstu meðgjöfina frá sveitinni. Niðursetningarnir eru ekki fjær okkur í tíma en svo að einhverjir þeirra kunna enn að vera á lífi, þó nánast allir af þeirra kynslóð séu gengnir á vit feðra sinna. Örlög þeirra réðust af fátækt - af því að heimili leystust upp, kannski vegna dauðsfalls, eða af því að foreldrarnir voru einhverra hluta vegna ekki færir um að sjá fyrir börnunum sínum. Niðursetningarnir áttu síðan að vera bændum þakklátir fyrir að fá þak yfir höfuðið, eitthvað að éta og starfa. Og nær okkur í tíma fann efnalítið fólk í húsnæðisvandræðum skjól í Kamp Knox og öðrum misjöfnum hermannabröggum. Margir muna líka eftir að hafa búið þar. Þeir sem yngri eru þekkja braggahverfin kannski helst af skrautlegu mannlífi í bókum Einars Kárasonar og bíómynd gerðri eftir þeim, svona dálítið eins og My Fair Lady eða Oliver, og jafn óraunverulegt og fjarlægt og þær sögur. Fúkkalyktin og rottugangurinn sitja kannski meira í minni þeirra sem ólust þar upp, eineltið, níðið og örvæntingin. Við erum sem betur fer komin talsvert langt frá þessum aðstæðum hérna á Íslandi og upplifum þær vonandi aldrei framar. Ekkert barn á að þurfa að alast upp við slík kjör. En við verðum líka að horfast í augu við raunveruleikann, þó að það sé kannski skemmtilegra að láta sig dreyma um lundabjarg í Húsdýragarðinum og glæsilega golfvelli. Nú er farið að ganga á sparifé gætnu fjölskyldnanna og bráðum verður séreignarsparnaðurinn uppurinn. Margir hafa misst vinnuna og ekki fundið aðra. Margir eiga sífellt erfiðara með að borga af lánum og standa í skilum og fjöldi fólks óttast að missa húsnæðið. Hvert á það að fara ef sá ótti verður að veruleika? Hvernig ætlum við að hjálpa fjölskyldunum svo að þær leysist ekki upp vegna ómegðar og bjargarleysis? Þetta er ekki vinsælt umræðuefni í kosningabaráttu, ekki frekar en að misskipting í samfélaginu hefur aukist og heldur áfram að aukast ef ekkert er að gert. Við ættum að hafa áttað okkur á að blind einstaklingshyggja hefur komið okkur í ógöngur og við þurfum að snúa við blaðinu. Það er hluti af því að lifa og hrærast í samfélagi að taka sameiginlega ábyrgð. Fólkið sem mundi mætavel ástandið sem ég drap á hér að ofan barðist hörðum höndum við að koma upp velferðarkerfi til að tryggja að enginn þyrfti að þola sömu örlög og fátæklingar fyrri tíma. Um það velferðarkerfi og velferðarþjónustu þarf að standa dyggan vörð og koma í veg fyrir að bilið á milli fátækra og ríkra verði óbrúanlegt. Fátækt er ekki sjarmerandi, söngelsk eða skemmtileg. Hún er óvættur sem við eigum ekki að þurfa að líða í okkar samfélagi.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun