Körfubolti

Martin Hermannsson valinn besti leikmaðurinn á Norðurlandamótinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin Hermannsson.
Martin Hermannsson. Mynd/Heimasíða KKÍ

Martin Hermannsson, leikmaður 16 ára landsliðs karla í körfubolta, var valinn besti leikmaður Norðurlandamótsins en hann og félagar hans í 16 ára landsliðinu tryggðu sér áðan Norðurlandameistaratitilinn með 28 stiga sigri á Svíum.

Martin var með 16,8 stig að meðaltali í leik á Norðurlandamótinu og skoraði yfir 20 stig í báðum sigrunum á Svíum þar á meðal 21 stig í úrslitaleiknum. Martin hitti úr 69,6 prósent tveggja stiga skota sinna, 45,7 prósent þriggja stiga skotanna og úr öllum vítunum sínum á mótinu. Hann tapaði líka aðeins 3 boltum á þeim 138 mínútum sem hann spilaði í mótinu.

Martin er sonur Hermanns Haukssonar sem lék á árum með KR, Njarðvík og íslenska landsliðinu. Hermann, faðir hans, var meðal annars valinn besti leikmaður Íslandsmótsins 1996-97. Martin leikur með KR eins og faðir hans gerði stærsta hluta ferilsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×