Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vildi í nóvember í fyrra taka upp viðræður til að styrkja tvíhliða tengsl Bandaríkjanna og Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu Sams Watson, sendiráðunauts í bandaríska sendirráðinu.
Watson segir Bjarna hafa viljað fá fund í Hvíta húsinu og hafa lagt til að utanríkismálanefnd Alþingis færi til Bandaríkjanna.
„Hann spurði síðan, í ljósi núverandi fjárhagsvandræða Íslands, hvort vera kynni að fjármögnun slíkrar ferðar gæti komið úr bandarískum sjóði," segir Watson sem kveðst í skýrslunni ekki viss um ástæður Bjarna fyrir því að ná fundum háttsetra embættismanna í Hvíta húsinu.
Segir hann ástæðuna líklega pólitíska; að Bjarni hafi viljað ná athygli fjölmiðla og að málið yrði vandræðalegt fyrir ríkisstjórnina. - gar