Valur og HK unnu örugga heimasigra á neðstu tveimur liðum N1 deildar karla í kvöld. Valur vann 24-19 sigur á Stjörnunni í Vodafone-höllinni og HK vann 28-27 sigur á botnliði Fram í Digranesi.
Valur vann fimm marka sigur á Stjörnunni eftir að hafa verið með örugga forustu alla leikinn. valur var 14-9 yfir í hálfleik og sá munur hélst út leikinn. Arnór Þór Gunnarsson skoraði 7 mörk fyrir Val og Hlynur Morthens varði vel í markinu.
HK lent í smá basli með botnliðið úr Safamýri en vann á endanum eins marks sigur, 28-27. HK var með örugga forustu framan af leik, var 12-10 yfir í hálfleik og mest sex mörkum yfir í seinni hálfleik en Framarar áttu góðan lokasprett og sóttu að þeim í lokin.
HK landaði þó tveimur mikilvægum stigum í baráttunni á toppnum. Bjarki Már Gunnarsson skoraði 6 mörk fyrir HK og Sverrir Hermannsson var með fimm mörk.