Íslandsmeistarar Snæfells unnu magnaðan sigur á KR, 94-80, þegar liðin áttust við í Hólminum í kvöld. KR kastaði frá sér unnum leik.
KR var tíu stigum yfir þegar einn leikhluti var eftir en leikur KR hrundi í síðasta leikhlutanum þar sem liðið skoraði aðeins 9 stig.
Pálmi Freyr Sigurgeirsson var stigahæstur hjá Snæfelli með 28 stig en Hreggviður Magnússon var með 15 fyrir KR.
Nánar verður fjallað um leikinn á Vísi í kvöld.