Umfjöllun: Stríðsdans Framara fyrir norðan Hjalti Þór Hreinsson skrifar 25. mars 2010 20:47 Haraldur Þorvarðarson var markahæstur Framara í kvöld. Fréttablaðið Fram vann frábæran fimm marka sigur á Akureyri fyrir norðan í kvöld. Lokatölur 26-31 fyrir Framara sem hafa nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum. Akureyri hefur tapað tveimur leikjum í röð fyrir liðunum í botnbaráttunni. Fyrri hálfleikur var illa leikinn af hálfu beggja liða. Akureyringar náðu ekki upp einkenni sínu, góðum varnarleik, á meðan þeir skutu hræðilega illa úr góðum færum. Sókn Framara var að sama skapi ómarkviss og þeir spiluðu heldur ekki góða vörn. Markmenn beggja liða voru þó góðir, báðir með níu skot og báðir vörðu þeir vel úr dauðafærum. Staðan 13-13 í hálfleik. Akureyringar voru hálf sofandi í síðari hálfleiknum. Framarar komust þremur mörkum yfir og hefðu átt að gera meira til að stinga af. Það gekk ekki og Akureyri jafnaði í 20-20 um miðbik hálfleiksins. Enn var ákveðin deyfð yfir leiknum. Framarar voru sterkari á lokasprettinum, þeir náðu upp forskoti og það var eins og Akureyringar hefðu ekki trú á því að þeir gætu unnið stemningslið Framara. Þeir unnu að lokum með fimm mörkum, 26-31. Framarar sýndu mikinn styrk með því að halda út og klára Akureyringa sem voru hreint út sagt slakir í leiknum. Liðið rokkar upp og niður og það var til að mynda frábært fyrir viku þegar það vann FH. Síðan hefur það tapað fyrir Gróttu og nú Fram. Stöðugleikaskortur er helsti óvinur liðsins. Framarar hafa nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum, en vegna arfadapurs árangurs fyrir áramót er liðið enn í harðri botnbaráttu. Það eru þó litlar líkur á að liðið falli ef það heldur áfram að spila af þessari grimmd. Liðið fagnaði ógurlega í leikslok og samheldnin í liðinu er klárlega til staðar. Framarar geta vel við unað eftir sigurinn, þeir skoruðu ellefu mörk gegn sex á síðustu tuttugu mínútum leiksins, og eru vel að sigrinum komnir.Akureyri-Fram 26-31 (13-13)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 6 (15/1), Jónatan Magnússon 4 (8), Árni Þór Sigtryggsson 4 (12), Andri Snær Stefánsson 3/3 (4/4), Heimir Örn Árnason 3 (9), Guðmundur H. Helgason 2 (4), Hörður F. Sigþórsson 2 (6), Geir Guðmundsson 2 (6).Varin skot: Hafþór Einarsson 10 (26) 38%, Hörður Flóki Ólafsson 4 (19) 21%.Hraðaupphlaup: 9 (Oddur 3, Árni 2, Hörður, Geir, Jónatan, Guðmundur, ).Fiskuð víti: 5 (Hörður 2, Oddur 2, Jónatan).Utan vallar: 10 mín.Mörk Fram (skot): Haraldur Þorvarðarson 7 (9), Róbert Aron Hostert 6 (12), Andri Berg Haraldsson 5 (14), Daníel Berg Grétarsson 4 (12), Stefán Stefánsson 3 (4), Guðjón Finnur Drengsson 2 (2), Einar Rafn Eiðsson 2/1 (6), Arnar Hálfdánarson 1 (1), Jóhann Karl Reynisson 1 (1).Varin skot: Magnús Erlendsson 23 (48) 48%, Sigurður Örn Arnarson 1/1 (2/2) % 50%.Hraðaupphlaup: 4 (Stefán, Haraldur, Arnar, Jóhann).Fiskuð víti: 1 (Stefán).Utan vallar: 6 mín.Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Frábærir framan af en misstu tökin undir lokin. Olís-deild karla Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Leik lokið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira
Fram vann frábæran fimm marka sigur á Akureyri fyrir norðan í kvöld. Lokatölur 26-31 fyrir Framara sem hafa nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum. Akureyri hefur tapað tveimur leikjum í röð fyrir liðunum í botnbaráttunni. Fyrri hálfleikur var illa leikinn af hálfu beggja liða. Akureyringar náðu ekki upp einkenni sínu, góðum varnarleik, á meðan þeir skutu hræðilega illa úr góðum færum. Sókn Framara var að sama skapi ómarkviss og þeir spiluðu heldur ekki góða vörn. Markmenn beggja liða voru þó góðir, báðir með níu skot og báðir vörðu þeir vel úr dauðafærum. Staðan 13-13 í hálfleik. Akureyringar voru hálf sofandi í síðari hálfleiknum. Framarar komust þremur mörkum yfir og hefðu átt að gera meira til að stinga af. Það gekk ekki og Akureyri jafnaði í 20-20 um miðbik hálfleiksins. Enn var ákveðin deyfð yfir leiknum. Framarar voru sterkari á lokasprettinum, þeir náðu upp forskoti og það var eins og Akureyringar hefðu ekki trú á því að þeir gætu unnið stemningslið Framara. Þeir unnu að lokum með fimm mörkum, 26-31. Framarar sýndu mikinn styrk með því að halda út og klára Akureyringa sem voru hreint út sagt slakir í leiknum. Liðið rokkar upp og niður og það var til að mynda frábært fyrir viku þegar það vann FH. Síðan hefur það tapað fyrir Gróttu og nú Fram. Stöðugleikaskortur er helsti óvinur liðsins. Framarar hafa nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum, en vegna arfadapurs árangurs fyrir áramót er liðið enn í harðri botnbaráttu. Það eru þó litlar líkur á að liðið falli ef það heldur áfram að spila af þessari grimmd. Liðið fagnaði ógurlega í leikslok og samheldnin í liðinu er klárlega til staðar. Framarar geta vel við unað eftir sigurinn, þeir skoruðu ellefu mörk gegn sex á síðustu tuttugu mínútum leiksins, og eru vel að sigrinum komnir.Akureyri-Fram 26-31 (13-13)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 6 (15/1), Jónatan Magnússon 4 (8), Árni Þór Sigtryggsson 4 (12), Andri Snær Stefánsson 3/3 (4/4), Heimir Örn Árnason 3 (9), Guðmundur H. Helgason 2 (4), Hörður F. Sigþórsson 2 (6), Geir Guðmundsson 2 (6).Varin skot: Hafþór Einarsson 10 (26) 38%, Hörður Flóki Ólafsson 4 (19) 21%.Hraðaupphlaup: 9 (Oddur 3, Árni 2, Hörður, Geir, Jónatan, Guðmundur, ).Fiskuð víti: 5 (Hörður 2, Oddur 2, Jónatan).Utan vallar: 10 mín.Mörk Fram (skot): Haraldur Þorvarðarson 7 (9), Róbert Aron Hostert 6 (12), Andri Berg Haraldsson 5 (14), Daníel Berg Grétarsson 4 (12), Stefán Stefánsson 3 (4), Guðjón Finnur Drengsson 2 (2), Einar Rafn Eiðsson 2/1 (6), Arnar Hálfdánarson 1 (1), Jóhann Karl Reynisson 1 (1).Varin skot: Magnús Erlendsson 23 (48) 48%, Sigurður Örn Arnarson 1/1 (2/2) % 50%.Hraðaupphlaup: 4 (Stefán, Haraldur, Arnar, Jóhann).Fiskuð víti: 1 (Stefán).Utan vallar: 6 mín.Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Frábærir framan af en misstu tökin undir lokin.
Olís-deild karla Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Leik lokið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira