Ólafur Stefánsson fékk í kvöld fullt hús atkvæða í kosningu Samtaka Íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins. Þetta var annað árið í röð sem allir meðlimir Samtaka Íþróttamanna setja hann í efsta sæti á sínum lista og er það í fyrsta sinn sem sami maður fær fullt hús tvö ár í röð.
Ólafur á nú jafnframt þrjár mestu yfirburðakosningar allra tíma því alveg eins og í fyrra vann hann kjörið með 193 stigum. Ólafur fékk 193 stigum meira en Snorri Steinn Guðjónsson í fyrra og 193 stigum meira en Eiður Smári Guðjohnsen í ár.
Íþróttamenn ársins með fullt hús:
Ólafur Stefánsson, 2009
Ólafur Stefánsson, 2008
Eiður Smári Guðjohnsen, 2005
Einar Vilhjálmsson, 1985
Einar Vilhjálmsson, 1983
Hreinn Halldórsson, 1977
Erlendur Valdimarsson, 1970
Guðmundur Hermannsson, 1967
Sigríður Sigurðardóttir, 1964
Vilhjálmur Einarsson, 1960
Vilhjálmur Einarsson, 1956
Mestu yfirburðir í kjöri Íþróttamanns ársins:
227 stig Ólafur Stefánsson, 2002
193 stig Ólafur Stefánsson, 2008
193 stig Ólafur Stefánsson, 2009
177 stig Margrét Lára Viðarsdóttir, 2007
173 stig Eiður Smári Guðjohnsen, 2005
143 stig Bjarni Friðriksson, 1990
115 stig Magnús Scheving, 1994
103 stig Vala Flosadóttir, 2000
Ólafur sá fyrsti sem fær fullt hús tvö ár í röð
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands
Enski boltinn




Salah nálgast nýjan samning
Enski boltinn
