Enski boltinn

Liverpool lánar landsliðsmann til þýska liðsins VfB Stuttgart

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Philipp Degen í leik með Liverpool á móti Tottenham.
Philipp Degen í leik með Liverpool á móti Tottenham. Mynd/Getty Images
Liverpool hefur samþykkt að lána svissneska landsliðsmanninn Philipp Degen til þýska liðsins VfB Stuttgart allt þetta tímabil en Degen hefur ekki náð að sanna sig hjá Liverpool síðan að hann kom til félagsins árið 2008.

Philipp Degen er 28 ára gamall og kom til Liverpool á frjálsri sölu. Hann fer til þjálfarans Christian Gross sem þjálfaði hann áður hjá Basel.

„Ég bíð spenntur eftir þessarri áskorun og að hitta hina frábæru stuðningsmenn VFB," sagði Philipp Degen á heimasíðu Liverpool. „Ég ætla að nýta þetta tækifæri og það verður frábært að vinna með Christian Gross aftur. Það gekk mjög vel þegar við unnum síðast saman hjá Basel," sagði Degen.

„Ég þekki Philipp mjög vel og hef miklar mætur á honum bæði sem fótboltamanni og sem persónu. Hann er fljótur leikmaður sem er tilbúinn að koma með í sóknina. Philipp ætlar að nýta þetta tækifæri með VFB," sagði Christian Gross.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×