Verðlaunanýyrði varð til í eldgosinu 28. desember 2010 06:00 gosið Eyjafjallajökull er talinn upp með Mel Gibson, Julian Assange og vuvuzela-lúðrinum í upptalningu Telegraph í Bretlandi á helstu skúrkum líðandi árs.Fréttablaðið/Vilhelm Orð sem sprottið er upp úr gosinu í Eyjafjallajökli í vor hefur verið valið nýyrði ársins í Noregi. Orðið er „askefast“ eða „öskufastur“ og haft yfir þá sem komast hvorki lönd né strönd vegna loftmengunar af völdum eldfjallaösku. Í umfjöllun norsku fréttaveitunnar NTB eru áhrifin á tungumálið sögð til marks um hversu gríðarlega víðtæk áhrif eldgosið hafi haft. Haft er eftir Sigfrid Tvitekkja, formanni norsku málnefndarinnar, að öskuorðið nýja hafi fjölda jákvæðra eiginleika. „Orðið er samsett úr tveimur velþekktum norskum orðum. Það er stutt, en segir jafnframt mikið,“ segir Tvitekkja. Orðsins hafi fyrst orðið vart á prenti, mögulega í fleiri en einu blaði samtímis. Þannig hafi 15. apríl staðið í Nordlys að fjöldi þátttakenda frá Norður-Noregi á Evrópuþingi í Brussel væru „öskufastir“ í höfuðstað Evrópusambandsins. Eftir fjóra daga af öskufréttum í fréttamiðlum heims mátti finna orðið á 22.600 stöðum með leitarvél Google. NTB bendir á að eldgosið hafi víðar haft sambærileg áhrif. Þannig hafi bandaríska hljómsveitin Bear in Heaven verið öskuföst í Madríd á Spáni og til að drepa tímann tekið fram myndbandsupptökuvél og lagt á farangursbelti flughafnarinnar. Þar hafi orðið til dáleiðandi myndband við lag sveitarinnar sem nefnist „Dust Cloud“. Eyjafjallajökuls er annars getið í fjölda blaða og fréttamiðla um heim allan í yfirferð þeirra á stórfréttum ársins sem er að líða. Í fréttagetraun spyr breska ríkisútvarpið BBC hvað nafn Eyjafjallajökuls þýði. Auk rétt svars er boðið upp á valmöguleikana „Turn kaldra elda“ og „Reið norn“. Breska dagblaðið Telegraph hefur valið Eyjafjallajökul sem einn af helstu skúrkum ársins 2010, en í þeirri umfjöllun er líka að finna leikarann Mel Gibson, Julian Assange hjá Wikileaks og vuvuzela-lúðurinn. Í Independent er að finna pistlana „Augnablik sem skóku heiminn árið 2010“. Þar skrifar rithöfundurinn Fay Weldon um gosið og kveðst eftir það heimsækja jarðskjálftavef Veðurstofu Íslands á hverjum degi í leit að merkjum um frekari jarðhræringar. Hún hefur skrifað fjölda bóka, en hér þekkja margir bók hennar „Ævi og ástir kvendjöfuls“. Fréttavefur DNA á Indlandi telur gosið í Eyjafjallajökli upp með öðrum stórviðburðum ársins og myndir frá gosinu er að finna í yfirliti allra helstu miðla um fréttaljósmyndir ársins. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Sjá meira
Orð sem sprottið er upp úr gosinu í Eyjafjallajökli í vor hefur verið valið nýyrði ársins í Noregi. Orðið er „askefast“ eða „öskufastur“ og haft yfir þá sem komast hvorki lönd né strönd vegna loftmengunar af völdum eldfjallaösku. Í umfjöllun norsku fréttaveitunnar NTB eru áhrifin á tungumálið sögð til marks um hversu gríðarlega víðtæk áhrif eldgosið hafi haft. Haft er eftir Sigfrid Tvitekkja, formanni norsku málnefndarinnar, að öskuorðið nýja hafi fjölda jákvæðra eiginleika. „Orðið er samsett úr tveimur velþekktum norskum orðum. Það er stutt, en segir jafnframt mikið,“ segir Tvitekkja. Orðsins hafi fyrst orðið vart á prenti, mögulega í fleiri en einu blaði samtímis. Þannig hafi 15. apríl staðið í Nordlys að fjöldi þátttakenda frá Norður-Noregi á Evrópuþingi í Brussel væru „öskufastir“ í höfuðstað Evrópusambandsins. Eftir fjóra daga af öskufréttum í fréttamiðlum heims mátti finna orðið á 22.600 stöðum með leitarvél Google. NTB bendir á að eldgosið hafi víðar haft sambærileg áhrif. Þannig hafi bandaríska hljómsveitin Bear in Heaven verið öskuföst í Madríd á Spáni og til að drepa tímann tekið fram myndbandsupptökuvél og lagt á farangursbelti flughafnarinnar. Þar hafi orðið til dáleiðandi myndband við lag sveitarinnar sem nefnist „Dust Cloud“. Eyjafjallajökuls er annars getið í fjölda blaða og fréttamiðla um heim allan í yfirferð þeirra á stórfréttum ársins sem er að líða. Í fréttagetraun spyr breska ríkisútvarpið BBC hvað nafn Eyjafjallajökuls þýði. Auk rétt svars er boðið upp á valmöguleikana „Turn kaldra elda“ og „Reið norn“. Breska dagblaðið Telegraph hefur valið Eyjafjallajökul sem einn af helstu skúrkum ársins 2010, en í þeirri umfjöllun er líka að finna leikarann Mel Gibson, Julian Assange hjá Wikileaks og vuvuzela-lúðurinn. Í Independent er að finna pistlana „Augnablik sem skóku heiminn árið 2010“. Þar skrifar rithöfundurinn Fay Weldon um gosið og kveðst eftir það heimsækja jarðskjálftavef Veðurstofu Íslands á hverjum degi í leit að merkjum um frekari jarðhræringar. Hún hefur skrifað fjölda bóka, en hér þekkja margir bók hennar „Ævi og ástir kvendjöfuls“. Fréttavefur DNA á Indlandi telur gosið í Eyjafjallajökli upp með öðrum stórviðburðum ársins og myndir frá gosinu er að finna í yfirliti allra helstu miðla um fréttaljósmyndir ársins. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Sjá meira