Krefjast ferðafrelsis í Vatnajökulsþjóðgarði 29. september 2010 05:30 Að því er segir á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs er eitt helsta hlutverk þjóðgarðsins að gera almenningi kleift að njóta hans í gegnum upplifun og fræðslu. Fjölmargir aðilar í ferðaþjónustu og útivist eru afar ósáttir við verndaráætlun sem stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur lagt fyrir umhverfisráðherra til staðfestingar. Meðal þess sem stendur fyrir dyrum er að loka ýmsum leiðum fyrir ökutækjum og reiðhestum, meðal annars um Vonarskarð milli norðvestanverðs Vatnajökuls og Tungnafellsjökuls. Þetta angrar ýmsa ferðaþjónustuaðila, hestamenn, veiðimenn, jeppamenn og aðra útivistarmenn. Næsta laugardag vonast þessir hópar eftir þúsundum manna til að taka þátt í mótmælum við Vonarskarð undir yfirskriftinni „Jarðarför á ferðafrelsi Íslendinga“. Unnar Garðarsson, sem rekur ferðaþjónustuna Óbyggðaferðir og er meðal annars með ferðir um Vonarskarð, býður mótmælendum fría gistingu í Hólaskógi um helgina. „Það á að loka fyrir akandi umferð og reiðmönnum gömlum og viðurkenndum slóðum og vegum sem ferðamenn á Íslandi hafa notað í tugi ára,“ segir Unnar. Hann telur orðið verndaráætlun vera rangnefni. Mótmælin snúist um að bjarga þjóðgarðinum. „Þetta snýst ekki um verndarsjónarmið heldur lítur út fyrir að þetta séu nokkrir menn sem vilja geta komist þarna með gönguhópa og gengið um heilu víðátturnar í algjörri kyrrð og þögn,“ segir Unnar. Landssamband hestamanna er meðal hundraða aðila sem sendu inn athugasemdir við upphaflega áætlun stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs. Einar Bollason, eigandi Íshesta, segir stjórnina nánast ekkert tillit taka til athugasemdanna. „Og þeir leyfa sér að svara þeim öllum með einhverju stöðluðu bréfi. Önnur eins ókurteisi af stjórnskipunarvaldi hefur bara aldrei sést hér – og kalla menn þó ekki allt ömmu sína í þeim efnum,“ segir Einar. Að sögn Einars er hann sérlega vonsvikinn því hann hafi verið meðal þeirra sem hvatti til stofnunar Vatnajökulsþjóðgarðs. Þá hafi verið rætt um breytt hugarfar og að koma þyrfti til móts við þarfir heimamanna og ferðaþjónustunnar. „Öll þessi fögru orð og fyrirheit eru einskis virði í dag,“ segir Einar sem vill að stjórnvöld svari þeirri grundvallarspurningu hvort þjóðgarðar eigi eingöngu að vera fyrir gangandi fólk. „Ef svo er þá geta þeir troðið þessum þjóðgarði upp í afturendann á sér.“ Hvorki Anna Kristín Ólafsdóttir, formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs, né Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra svöruðu skilaboðum Fréttablaðsins. Samkvæmt upplýsingum úr umhverfisráðuneytinu hafa margir gert athugasemdir við ráðherrann vegna tillögunnar og íhugar Svandís nú hvort gera þurfi á henni breytingar áður en hún staðfestir áætlunina. gar@frettabladid.is Unnar Garðarsson Einar Bollason Svandís Svavarsdóttir Fréttir Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Fjölmargir aðilar í ferðaþjónustu og útivist eru afar ósáttir við verndaráætlun sem stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur lagt fyrir umhverfisráðherra til staðfestingar. Meðal þess sem stendur fyrir dyrum er að loka ýmsum leiðum fyrir ökutækjum og reiðhestum, meðal annars um Vonarskarð milli norðvestanverðs Vatnajökuls og Tungnafellsjökuls. Þetta angrar ýmsa ferðaþjónustuaðila, hestamenn, veiðimenn, jeppamenn og aðra útivistarmenn. Næsta laugardag vonast þessir hópar eftir þúsundum manna til að taka þátt í mótmælum við Vonarskarð undir yfirskriftinni „Jarðarför á ferðafrelsi Íslendinga“. Unnar Garðarsson, sem rekur ferðaþjónustuna Óbyggðaferðir og er meðal annars með ferðir um Vonarskarð, býður mótmælendum fría gistingu í Hólaskógi um helgina. „Það á að loka fyrir akandi umferð og reiðmönnum gömlum og viðurkenndum slóðum og vegum sem ferðamenn á Íslandi hafa notað í tugi ára,“ segir Unnar. Hann telur orðið verndaráætlun vera rangnefni. Mótmælin snúist um að bjarga þjóðgarðinum. „Þetta snýst ekki um verndarsjónarmið heldur lítur út fyrir að þetta séu nokkrir menn sem vilja geta komist þarna með gönguhópa og gengið um heilu víðátturnar í algjörri kyrrð og þögn,“ segir Unnar. Landssamband hestamanna er meðal hundraða aðila sem sendu inn athugasemdir við upphaflega áætlun stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs. Einar Bollason, eigandi Íshesta, segir stjórnina nánast ekkert tillit taka til athugasemdanna. „Og þeir leyfa sér að svara þeim öllum með einhverju stöðluðu bréfi. Önnur eins ókurteisi af stjórnskipunarvaldi hefur bara aldrei sést hér – og kalla menn þó ekki allt ömmu sína í þeim efnum,“ segir Einar. Að sögn Einars er hann sérlega vonsvikinn því hann hafi verið meðal þeirra sem hvatti til stofnunar Vatnajökulsþjóðgarðs. Þá hafi verið rætt um breytt hugarfar og að koma þyrfti til móts við þarfir heimamanna og ferðaþjónustunnar. „Öll þessi fögru orð og fyrirheit eru einskis virði í dag,“ segir Einar sem vill að stjórnvöld svari þeirri grundvallarspurningu hvort þjóðgarðar eigi eingöngu að vera fyrir gangandi fólk. „Ef svo er þá geta þeir troðið þessum þjóðgarði upp í afturendann á sér.“ Hvorki Anna Kristín Ólafsdóttir, formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs, né Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra svöruðu skilaboðum Fréttablaðsins. Samkvæmt upplýsingum úr umhverfisráðuneytinu hafa margir gert athugasemdir við ráðherrann vegna tillögunnar og íhugar Svandís nú hvort gera þurfi á henni breytingar áður en hún staðfestir áætlunina. gar@frettabladid.is Unnar Garðarsson Einar Bollason Svandís Svavarsdóttir
Fréttir Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira