Reyndu að koma sér hjá atkvæðagreiðslu 6. desember 2010 04:00 Sendiherra Bretlands taldi vænlegt að Norðmenn myndu lána Íslendingum fyrir Icesave-reikningum Landsbankans. Bandaríska sendiráðið í Reykjavík hefur greinilega frá fyrstu stundu fylgst grannt með samningum um Icesave-reikninga Landsbankans. Í skýrslu frá Carol van Voorst, þáverandi sendiherra, sem dagsett er 23. október 2008, segir hún frá viðræðum sínum við Martin Eyjólfsson, sviðsstjóra viðskiptasviðs utanríkisráðuneytisins, um framgang viðræðna við Breta, en í vikunni á undan hafði bráðabirgðasamkomulag við Hollendinga verið undirritað. Martin nefnir þar að Bretar hafi boðið Íslendingum að greiða upphæðina á tíu árum með 13,5 prósent vöxtum, en Íslendingar hafi á móti boðið 6 prósent vexti til 20 ára. Sendiherrann segir í athugasemdum sínum að fáir á Íslandi virðist átta sig á því í hverju ábyrgð Íslendinga sé fólgin og hve gríðarlega há skuldin sé. „Margir þeirra sem átta sig á þessu eru á barmi örvæntingar.“ Í janúar á síðasta ári, nokkrum dögum eftir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti neitaði að undirrita lög um Icesave-samninginn, ræddi Sam Watson sendiráðunautur, sem þá var staðgengill sendiherra, við Einar Gunnarsson og Kristján Guy Burgess frá íslenska utanríkisráðuneytinu. Þeir sögðust þá afar svartsýnir á framtíð Íslands og að almenningur á Íslandi myndi fagna því mjög ef opinberlega væri hægt að lýsa því yfir að Bandaríkjamenn myndu lofa stuðningi eða hjálpa til við að fá málið á dagskrá hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Einnig er haft eftir þeim að þeir vilji komast hjá því að lögin fari til þjóðaratkvæðagreiðslu, en þeir séu að kanna aðrar leiðir til að leysa málið. Í sömu skýrslu er fullyrt að Ian Whiting, sendiherra Breta hér á landi, hafi sagt bandaríska sendiráðunautnum að Bretar væru einnig að leita leiða til að koma í veg fyrir að málið yrði borið undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Breski sendiherrann sagði Breta hins vegar hafa fengið misvísandi skilaboð frá Íslendingum, „sem fyrir viku virtust sáttir við að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu,“ eins og segir í skýrslunni „en virðast nú vera að leita annarra leiða“. Haft er eftir Whiting að ein möguleg lausn gæti verið fólgin í því að Norðmenn myndu lána Íslendingum fé, sem myndi duga fyrir Icesave-skuldinni. Þessi lausn gæti gert bæði Bretum og Íslendingum kleift að lýsa yfir sigri. Þetta gæti líka „dregið að einhverju leyti úr gagnkvæmri andúð í viðræðunum“. gudsteinn@frettabladid.is WikiLeaks Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Bandaríska sendiráðið í Reykjavík hefur greinilega frá fyrstu stundu fylgst grannt með samningum um Icesave-reikninga Landsbankans. Í skýrslu frá Carol van Voorst, þáverandi sendiherra, sem dagsett er 23. október 2008, segir hún frá viðræðum sínum við Martin Eyjólfsson, sviðsstjóra viðskiptasviðs utanríkisráðuneytisins, um framgang viðræðna við Breta, en í vikunni á undan hafði bráðabirgðasamkomulag við Hollendinga verið undirritað. Martin nefnir þar að Bretar hafi boðið Íslendingum að greiða upphæðina á tíu árum með 13,5 prósent vöxtum, en Íslendingar hafi á móti boðið 6 prósent vexti til 20 ára. Sendiherrann segir í athugasemdum sínum að fáir á Íslandi virðist átta sig á því í hverju ábyrgð Íslendinga sé fólgin og hve gríðarlega há skuldin sé. „Margir þeirra sem átta sig á þessu eru á barmi örvæntingar.“ Í janúar á síðasta ári, nokkrum dögum eftir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti neitaði að undirrita lög um Icesave-samninginn, ræddi Sam Watson sendiráðunautur, sem þá var staðgengill sendiherra, við Einar Gunnarsson og Kristján Guy Burgess frá íslenska utanríkisráðuneytinu. Þeir sögðust þá afar svartsýnir á framtíð Íslands og að almenningur á Íslandi myndi fagna því mjög ef opinberlega væri hægt að lýsa því yfir að Bandaríkjamenn myndu lofa stuðningi eða hjálpa til við að fá málið á dagskrá hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Einnig er haft eftir þeim að þeir vilji komast hjá því að lögin fari til þjóðaratkvæðagreiðslu, en þeir séu að kanna aðrar leiðir til að leysa málið. Í sömu skýrslu er fullyrt að Ian Whiting, sendiherra Breta hér á landi, hafi sagt bandaríska sendiráðunautnum að Bretar væru einnig að leita leiða til að koma í veg fyrir að málið yrði borið undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Breski sendiherrann sagði Breta hins vegar hafa fengið misvísandi skilaboð frá Íslendingum, „sem fyrir viku virtust sáttir við að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu,“ eins og segir í skýrslunni „en virðast nú vera að leita annarra leiða“. Haft er eftir Whiting að ein möguleg lausn gæti verið fólgin í því að Norðmenn myndu lána Íslendingum fé, sem myndi duga fyrir Icesave-skuldinni. Þessi lausn gæti gert bæði Bretum og Íslendingum kleift að lýsa yfir sigri. Þetta gæti líka „dregið að einhverju leyti úr gagnkvæmri andúð í viðræðunum“. gudsteinn@frettabladid.is
WikiLeaks Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira