„Mikið lifandi heimsins og ósköp og skelfing er ég glaður yfir að fá svona styttu," sagði Árni Tryggvason leikari á árlegri uppskeruhátíð leiklistarinnar, Grímunni, sem sýnd var í beinni útsendingu á Stöð 2, þegar hann fékk afhent heiðursverðlaun leiklistarsambandsins.
Þá lýsti Árni því yfir að hann ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands árið 2024.