Íslands- og bikarmeistarar Snæfellinga eru áfram á toppnum í Iceland Express deild karla eftir sextán stiga sigur á Haukum, 105-89, á Ásvöllum í kvöld. Þetta var fimmti sigur liðsins í röð og sjá sjöundi í átta deildarleikjum á tímabilinu.
Sean Burton fór á kostum og skoraði 30 stig þar af 24 þeirra með skotum fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann hitti úr 8 af 14 þriggja stiga skotum sínum og hefur nú skorað þrjá eða fleiri þrista í öllum leikjum sínum í deildinni í vetur.
Vilhelm Gunnarson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum í kvöld og náði flottum myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
Snæfell vann sinn fimmta leik í röð - myndir
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms
Íslenski boltinn




Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti
