Saga sjálftökunnar Bergsteinn Sigurðsson skrifar 22. febrúar 2010 06:00 Á dögunum var greint frá því að Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og núverandi háskólakennari, hafi verið fenginn til að rita sögu Seðlabanka Íslands og fékk fyrir það um fimm milljónir króna. Jón segist halda að leitað hafi verið til hans vegna þess að hann hafi áður skrifað bækur og nýlega haft aðgang að trúnaðarmálum bankans sem starfsmaður. Á það hefur verið bent að síðarnefnda atriðið hefði eitt og sér átt að útiloka hann sem söguritara Seðlabankans; betur færi á að einhver utanaðkomandi væri ráðinn til starfans, helst sagnfræðingur sem byggi yfir meiri reynslu á sviði sagnaritunar en Jón. Á þeim er ekki hörgull. Jón svaraði þessum athugasemdum á heimasíðu sinni á Pressunni. Þar kemur fram að ritið sé hugsað sem yfirlitsrit fyrir almenning. Kaflar fjalli um sérstök svið starfseminnar og nokkur mikilvægustu fyrirbæri seðlabankafræða séu kynnt lauslega. Jón klykkir út með því að hann leggi „auðvitað ekki mat á ákvarðanir bankastjórnar og ekki er ég dómari um eigið verk". Þetta er sérkennileg söguspeki hjá sagnfræðimenntuðum manni, jafnvel þótt prófið sé að verða 40 ára gamalt; leitun er að sagnfræðingi sem telur það ekki í sínum verkahring að leggja heildstætt mat á viðfangsefni sitt. Það mat birtist til dæmis í efnistökum og áherslum - um hvað er fjallað og ekki síst um hvað er ekki fjallað. Jón hefur sagt að hann hafi verið ráðinn vegna aðgangs síns að trúnaðarmálum bankans. Þá vaknar sú spurning hvort það sé eitthvað af þeim gögnum sem fyrrverandi seðlabankastjóri hefur sérstakan hag af því að birtist ekki í sögu Seðlabankans. Hver á að meta það annar en hann sjálfur? Jón hefur líka gert grein fyrir launum sínum. Kveðst hann hafa fengið því sem nemur nærri launum framhaldsskólakennara í þá 16 mánuði sem það tók hann að vinna verkið, „en ég lagði ekki mat á það, enda verkefnisvinna í hlutastarfi og skil á mína ábyrgð". Er eitthvað í sambandi við þessa bók sem Jón lagði mat á? Ef hann hefði lagt mat á launin hefði mögulega runnið upp fyrir honum að þar sem þau námu fullu kaupi framhaldsskólakennara, væri kannski æskilegt að hann sinnti verkinu í fullu starfi. Ofan á þetta bætist við að áhöld eru um hvort það standist lög að opinber stofnun ráðist í svona verk án útboðs. Með öðrum orðum lyktar þetta mál bæði af sérhygli og flaustri. En það er kannski bara viðeigandi þegar Seðlabanki Íslands á í hlut. Svona í ljósi sögunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun
Á dögunum var greint frá því að Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og núverandi háskólakennari, hafi verið fenginn til að rita sögu Seðlabanka Íslands og fékk fyrir það um fimm milljónir króna. Jón segist halda að leitað hafi verið til hans vegna þess að hann hafi áður skrifað bækur og nýlega haft aðgang að trúnaðarmálum bankans sem starfsmaður. Á það hefur verið bent að síðarnefnda atriðið hefði eitt og sér átt að útiloka hann sem söguritara Seðlabankans; betur færi á að einhver utanaðkomandi væri ráðinn til starfans, helst sagnfræðingur sem byggi yfir meiri reynslu á sviði sagnaritunar en Jón. Á þeim er ekki hörgull. Jón svaraði þessum athugasemdum á heimasíðu sinni á Pressunni. Þar kemur fram að ritið sé hugsað sem yfirlitsrit fyrir almenning. Kaflar fjalli um sérstök svið starfseminnar og nokkur mikilvægustu fyrirbæri seðlabankafræða séu kynnt lauslega. Jón klykkir út með því að hann leggi „auðvitað ekki mat á ákvarðanir bankastjórnar og ekki er ég dómari um eigið verk". Þetta er sérkennileg söguspeki hjá sagnfræðimenntuðum manni, jafnvel þótt prófið sé að verða 40 ára gamalt; leitun er að sagnfræðingi sem telur það ekki í sínum verkahring að leggja heildstætt mat á viðfangsefni sitt. Það mat birtist til dæmis í efnistökum og áherslum - um hvað er fjallað og ekki síst um hvað er ekki fjallað. Jón hefur sagt að hann hafi verið ráðinn vegna aðgangs síns að trúnaðarmálum bankans. Þá vaknar sú spurning hvort það sé eitthvað af þeim gögnum sem fyrrverandi seðlabankastjóri hefur sérstakan hag af því að birtist ekki í sögu Seðlabankans. Hver á að meta það annar en hann sjálfur? Jón hefur líka gert grein fyrir launum sínum. Kveðst hann hafa fengið því sem nemur nærri launum framhaldsskólakennara í þá 16 mánuði sem það tók hann að vinna verkið, „en ég lagði ekki mat á það, enda verkefnisvinna í hlutastarfi og skil á mína ábyrgð". Er eitthvað í sambandi við þessa bók sem Jón lagði mat á? Ef hann hefði lagt mat á launin hefði mögulega runnið upp fyrir honum að þar sem þau námu fullu kaupi framhaldsskólakennara, væri kannski æskilegt að hann sinnti verkinu í fullu starfi. Ofan á þetta bætist við að áhöld eru um hvort það standist lög að opinber stofnun ráðist í svona verk án útboðs. Með öðrum orðum lyktar þetta mál bæði af sérhygli og flaustri. En það er kannski bara viðeigandi þegar Seðlabanki Íslands á í hlut. Svona í ljósi sögunnar.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun