Tugir farast í skógareldum 3. desember 2010 03:45 Barist við eldana Slökkviliðið átti litla möguleika á að ráða við ofsa eldanna. nordicphotos/AFP Slökkvilið Ísraels sagðist í gærkvöld ekkert ráða við skógareldana sem geisuðu skammt frá borginni Haífa. Stjórnvöld sögðu þetta verstu náttúruhamfarir í sögu Ísraels. Um tíma æddu eldarnir áfram í hlíðum Karmelfjalla og fóru hálfan annan kílómetra á aðeins þremur mínútum. Rýma þurfti nokkur þorp og voru þúsundir manna fluttir burt frá hættusvæðunum. Meðal annars þurfti að rýma sjúkrahús, stúdentagarða, fangelsi og samyrkjubú. Um fjörutíu fangaverðir létu lífið þegar kviknaði í strætisvagni, sem þeir voru í. Ferð þeirra var heitið að Damon-fangelsinu, þar sem rýma þurfti fangelsið vegna eldanna. Mennirnir höfðu ekki unnið í fangelsinu, heldur brugðust við hjálparbeiðni vegna eldanna. „Þeir reyndu að flýja en brunnu lifandi. Þetta var hræðilegt,“ hafði ísraelska dagblaðið Jerusalem Post eftir talsmanni slökkviliðsins. Alls voru um fimmtíu fangaverðir í vagninum, en tíu þeirra tókst að komast undan í tæka tíð. Óvenju miklir þurrkar eru nú í Ísrael og sterkir vindar bera eldinn hratt. Óljóst var um eldsupptökin í gær. Eli Jischai innanríkisráðherra lét kalla út allt slökkvilið í norðanverðu landinu og Ehud Barak varnarmálaráðherra sagði að her landsins myndi taka þátt í slökkvistarfinu. Tugir manna voru sárir eftir eldana, þar á meðal lögreglustjórinn í Haífa sem var illa haldinn. „Við höfum misst alla stjórn á eldunum,“ hafði ísraelska dagblaðið Haaretz eftir talsmanni slökkviliðsins í Haífa. „Það er ekki til nógu mikið af slökkvibúnaði í Ísrael til að slökkva eldinn.“ Stjórnin í Kýpur og á Grikklandi höfðu í gær brugðist við hjálparbeiðni, en einnig hafði verið leitað til Bandaríkjanna, Búlgaríu, Króatíu, Spánar, Frakklands og Rúmeníu eftir aðstoð, meðal annars um að fá herþotur frá nálægum flugvöllum til að aðstoða við slökkvistarfið. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Fleiri fréttir Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Sjá meira
Slökkvilið Ísraels sagðist í gærkvöld ekkert ráða við skógareldana sem geisuðu skammt frá borginni Haífa. Stjórnvöld sögðu þetta verstu náttúruhamfarir í sögu Ísraels. Um tíma æddu eldarnir áfram í hlíðum Karmelfjalla og fóru hálfan annan kílómetra á aðeins þremur mínútum. Rýma þurfti nokkur þorp og voru þúsundir manna fluttir burt frá hættusvæðunum. Meðal annars þurfti að rýma sjúkrahús, stúdentagarða, fangelsi og samyrkjubú. Um fjörutíu fangaverðir létu lífið þegar kviknaði í strætisvagni, sem þeir voru í. Ferð þeirra var heitið að Damon-fangelsinu, þar sem rýma þurfti fangelsið vegna eldanna. Mennirnir höfðu ekki unnið í fangelsinu, heldur brugðust við hjálparbeiðni vegna eldanna. „Þeir reyndu að flýja en brunnu lifandi. Þetta var hræðilegt,“ hafði ísraelska dagblaðið Jerusalem Post eftir talsmanni slökkviliðsins. Alls voru um fimmtíu fangaverðir í vagninum, en tíu þeirra tókst að komast undan í tæka tíð. Óvenju miklir þurrkar eru nú í Ísrael og sterkir vindar bera eldinn hratt. Óljóst var um eldsupptökin í gær. Eli Jischai innanríkisráðherra lét kalla út allt slökkvilið í norðanverðu landinu og Ehud Barak varnarmálaráðherra sagði að her landsins myndi taka þátt í slökkvistarfinu. Tugir manna voru sárir eftir eldana, þar á meðal lögreglustjórinn í Haífa sem var illa haldinn. „Við höfum misst alla stjórn á eldunum,“ hafði ísraelska dagblaðið Haaretz eftir talsmanni slökkviliðsins í Haífa. „Það er ekki til nógu mikið af slökkvibúnaði í Ísrael til að slökkva eldinn.“ Stjórnin í Kýpur og á Grikklandi höfðu í gær brugðist við hjálparbeiðni, en einnig hafði verið leitað til Bandaríkjanna, Búlgaríu, Króatíu, Spánar, Frakklands og Rúmeníu eftir aðstoð, meðal annars um að fá herþotur frá nálægum flugvöllum til að aðstoða við slökkvistarfið. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Fleiri fréttir Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Sjá meira