Tugir farast í skógareldum 3. desember 2010 03:45 Barist við eldana Slökkviliðið átti litla möguleika á að ráða við ofsa eldanna. nordicphotos/AFP Slökkvilið Ísraels sagðist í gærkvöld ekkert ráða við skógareldana sem geisuðu skammt frá borginni Haífa. Stjórnvöld sögðu þetta verstu náttúruhamfarir í sögu Ísraels. Um tíma æddu eldarnir áfram í hlíðum Karmelfjalla og fóru hálfan annan kílómetra á aðeins þremur mínútum. Rýma þurfti nokkur þorp og voru þúsundir manna fluttir burt frá hættusvæðunum. Meðal annars þurfti að rýma sjúkrahús, stúdentagarða, fangelsi og samyrkjubú. Um fjörutíu fangaverðir létu lífið þegar kviknaði í strætisvagni, sem þeir voru í. Ferð þeirra var heitið að Damon-fangelsinu, þar sem rýma þurfti fangelsið vegna eldanna. Mennirnir höfðu ekki unnið í fangelsinu, heldur brugðust við hjálparbeiðni vegna eldanna. „Þeir reyndu að flýja en brunnu lifandi. Þetta var hræðilegt,“ hafði ísraelska dagblaðið Jerusalem Post eftir talsmanni slökkviliðsins. Alls voru um fimmtíu fangaverðir í vagninum, en tíu þeirra tókst að komast undan í tæka tíð. Óvenju miklir þurrkar eru nú í Ísrael og sterkir vindar bera eldinn hratt. Óljóst var um eldsupptökin í gær. Eli Jischai innanríkisráðherra lét kalla út allt slökkvilið í norðanverðu landinu og Ehud Barak varnarmálaráðherra sagði að her landsins myndi taka þátt í slökkvistarfinu. Tugir manna voru sárir eftir eldana, þar á meðal lögreglustjórinn í Haífa sem var illa haldinn. „Við höfum misst alla stjórn á eldunum,“ hafði ísraelska dagblaðið Haaretz eftir talsmanni slökkviliðsins í Haífa. „Það er ekki til nógu mikið af slökkvibúnaði í Ísrael til að slökkva eldinn.“ Stjórnin í Kýpur og á Grikklandi höfðu í gær brugðist við hjálparbeiðni, en einnig hafði verið leitað til Bandaríkjanna, Búlgaríu, Króatíu, Spánar, Frakklands og Rúmeníu eftir aðstoð, meðal annars um að fá herþotur frá nálægum flugvöllum til að aðstoða við slökkvistarfið. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Slökkvilið Ísraels sagðist í gærkvöld ekkert ráða við skógareldana sem geisuðu skammt frá borginni Haífa. Stjórnvöld sögðu þetta verstu náttúruhamfarir í sögu Ísraels. Um tíma æddu eldarnir áfram í hlíðum Karmelfjalla og fóru hálfan annan kílómetra á aðeins þremur mínútum. Rýma þurfti nokkur þorp og voru þúsundir manna fluttir burt frá hættusvæðunum. Meðal annars þurfti að rýma sjúkrahús, stúdentagarða, fangelsi og samyrkjubú. Um fjörutíu fangaverðir létu lífið þegar kviknaði í strætisvagni, sem þeir voru í. Ferð þeirra var heitið að Damon-fangelsinu, þar sem rýma þurfti fangelsið vegna eldanna. Mennirnir höfðu ekki unnið í fangelsinu, heldur brugðust við hjálparbeiðni vegna eldanna. „Þeir reyndu að flýja en brunnu lifandi. Þetta var hræðilegt,“ hafði ísraelska dagblaðið Jerusalem Post eftir talsmanni slökkviliðsins. Alls voru um fimmtíu fangaverðir í vagninum, en tíu þeirra tókst að komast undan í tæka tíð. Óvenju miklir þurrkar eru nú í Ísrael og sterkir vindar bera eldinn hratt. Óljóst var um eldsupptökin í gær. Eli Jischai innanríkisráðherra lét kalla út allt slökkvilið í norðanverðu landinu og Ehud Barak varnarmálaráðherra sagði að her landsins myndi taka þátt í slökkvistarfinu. Tugir manna voru sárir eftir eldana, þar á meðal lögreglustjórinn í Haífa sem var illa haldinn. „Við höfum misst alla stjórn á eldunum,“ hafði ísraelska dagblaðið Haaretz eftir talsmanni slökkviliðsins í Haífa. „Það er ekki til nógu mikið af slökkvibúnaði í Ísrael til að slökkva eldinn.“ Stjórnin í Kýpur og á Grikklandi höfðu í gær brugðist við hjálparbeiðni, en einnig hafði verið leitað til Bandaríkjanna, Búlgaríu, Króatíu, Spánar, Frakklands og Rúmeníu eftir aðstoð, meðal annars um að fá herþotur frá nálægum flugvöllum til að aðstoða við slökkvistarfið. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira