Vituð ér enn… Sverrir Hermannsson skrifar 30. júní 2010 06:45 Menn þrætazt á um orsakir Hrunsins á Íslandi. Landsstjórnarmenn, sem aðalábyrgð bera, vísa gjarnan á heimskreppu í því sambandi og reyna með þeim hætti að villa um fyrir almenningi. Fjármálaöngþveitið á Íslandi er heimatilbúið. Það á upphaflegar rætur sínar að rekja til kvótakerfisins og er frábæra lýsingu á þeim ófarnaði að finna í grein Guðmundar Andra Thorssonar í Fréttablaðinu 26. apríl sl. þar sem hann segir: „Ósköpin hófust með kvótakerfinu. Þá fylltist allt af peningum sem voru ekki til, frá mönnum sem höfðu aflað þeirra með því að selja það sem þeir áttu ekki: óveiddan fisk." Og nú biðja framsóknarmenn grátandi afsökunar á andvaraleysi sínu svo ekkasogin heyrast víða vegu. Hinn 2. nóvember 1999 birtist í Morgunblaðinu grein eftir höfund þessa greinarkorns, sem hófst á eftirfarandi þremur málsgreinum: „Íslendingar standa nú andspænis spánnýjum köldum staðreyndum. Nýrri umturnan í fjármálakerfi þjóðarinnar, sem engan hefði órað fyrir í upphafi þessa áratugs. Byltingu, sem ná mun fullri fótfestu innan örfárra ára ef þjóðin uggir ekki að sér og veitir núverandi ráðamönnum áframhaldandi brautargengi. Eignatilfærslan í þjóðfélaginu er með ógnarlegri hætti en orð fá lýst. Og allt undir falsyrðum um einkavæðingu, hagræðingu, frelsi til athafna og frjálsa samkeppni. Lunginn úr þjóðarauðnum er afhentur örfáum mönnum gefins. Dæmi eru um að einu fyrirtæki hafi verið afhentar fiskveiðiheimildir fyrir 26.000.000.000.- tuttuguogsexþúsundmilljónirkróna - gefins. Þessir og aðrir gjafþegar ríkisvaldsins eru nú mættir með gripdeildina að kaupa fyrir banka og önnur verðmæti í eigu alþjóðar, sem stjórnvöldum eru nú útbær í anda frjálshyggjunnar - ógeðfelldustu auðhyggju, sem yfir þjóðir hefur riðið." Þess verður nú freistað um sinn að draga ábyrgðarmenn Hrunsins fram í dagsljósið og sýna fram á hvert hald afbrotamönnum er í andvaraleysiskjökri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innlent Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Menn þrætazt á um orsakir Hrunsins á Íslandi. Landsstjórnarmenn, sem aðalábyrgð bera, vísa gjarnan á heimskreppu í því sambandi og reyna með þeim hætti að villa um fyrir almenningi. Fjármálaöngþveitið á Íslandi er heimatilbúið. Það á upphaflegar rætur sínar að rekja til kvótakerfisins og er frábæra lýsingu á þeim ófarnaði að finna í grein Guðmundar Andra Thorssonar í Fréttablaðinu 26. apríl sl. þar sem hann segir: „Ósköpin hófust með kvótakerfinu. Þá fylltist allt af peningum sem voru ekki til, frá mönnum sem höfðu aflað þeirra með því að selja það sem þeir áttu ekki: óveiddan fisk." Og nú biðja framsóknarmenn grátandi afsökunar á andvaraleysi sínu svo ekkasogin heyrast víða vegu. Hinn 2. nóvember 1999 birtist í Morgunblaðinu grein eftir höfund þessa greinarkorns, sem hófst á eftirfarandi þremur málsgreinum: „Íslendingar standa nú andspænis spánnýjum köldum staðreyndum. Nýrri umturnan í fjármálakerfi þjóðarinnar, sem engan hefði órað fyrir í upphafi þessa áratugs. Byltingu, sem ná mun fullri fótfestu innan örfárra ára ef þjóðin uggir ekki að sér og veitir núverandi ráðamönnum áframhaldandi brautargengi. Eignatilfærslan í þjóðfélaginu er með ógnarlegri hætti en orð fá lýst. Og allt undir falsyrðum um einkavæðingu, hagræðingu, frelsi til athafna og frjálsa samkeppni. Lunginn úr þjóðarauðnum er afhentur örfáum mönnum gefins. Dæmi eru um að einu fyrirtæki hafi verið afhentar fiskveiðiheimildir fyrir 26.000.000.000.- tuttuguogsexþúsundmilljónirkróna - gefins. Þessir og aðrir gjafþegar ríkisvaldsins eru nú mættir með gripdeildina að kaupa fyrir banka og önnur verðmæti í eigu alþjóðar, sem stjórnvöldum eru nú útbær í anda frjálshyggjunnar - ógeðfelldustu auðhyggju, sem yfir þjóðir hefur riðið." Þess verður nú freistað um sinn að draga ábyrgðarmenn Hrunsins fram í dagsljósið og sýna fram á hvert hald afbrotamönnum er í andvaraleysiskjökri.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun