Líkamsklukkan og skammdegið Andrés Magnússon skrifar 6. febrúar 2010 06:00 Rannsóknir síðari ára hafa leitt í ljós að starfsemi og virkni hinna ýmsu líffærakerfa mannslíkamans sveiflast eftir 24 klukkustunda dægurrythma (dægurtakti). Þannig framleiða ákveðnar frumur mismikið af hormónum og enzymum eftir því hvaða tími dags er. Sum líffæri eru mest virk seinnipart nætur, en önnur, eins og t.d. nýrun, eru lítið virk á nóttunni. Jafnvel þegar frumur eru teknar úr líffærum og ræktaðar í agar-skálum þá geta þær haldið áfram að sýna reglulegar dægursveiflur fyrstu dagana. Það sem sér um að samhæfa og samstilla alla dægurtaktana eða dægursveiflur líkamans er hin svokallaða líkamsklukka (einnig nefnd „innri klukkan" eða „líffræðilega klukkan"). Hún er hljómsveitarstjórinn. Stilling líkamsklukkunnarEn hvernig fer líkamsklukkan að því að halda stillingu sinni þannig að hún gangi alltaf á 24 klukkustundum? Jú, hún getur numið birtuna í umhverfinu og þannig samstillt hinar innri dægursveiflur við gang sólar. Ef mannskepnan er færð niður í yfirgefnar námur, djúpt í myrkustu iður jarðar, þá heldur líkamsklukkan í fyrstu áfram að ganga nokkurn veginn rétt, en smám saman fer henni að fipast. Yfirleitt seinkar hún sér, en einnig fara hinir ýmsu rythmar (sveiflur) að ganga hver í sínum eigin takti, og verða þá ekki lengur innbyrðis samstilltir. Þetta er óhollt og vitað er að t.d. vaktavinnufólk sem stöðugt er að hringla með dægursveiflur sínar, lifir skemur en aðrir.Líkamsklukkan stjórnar svefninum. Flest dýr, og manneskjur í fríi, vakna þegar líkamsklukkan segir fyrir um að þau skuli vakna. En í nútíma samfélagi eru það aðrir þættir sem ákvarða hvenær einstaklingurinn vaknar. Þetta getur leitt til þess að misræmi kemst á milli hinnar ytri klukku samfélagsins og hinnar innri klukku líkamans. Það framkallar þreytu, slappleika og vanlíðan. Þegar innri dægursveiflur brotna niður þá brotnar líka niður mótstöðuþrek einstaklinga, enda er þessari tækni ávallt beitt við pyntingar; Fórnarlömbum er skutlað inn í litla almyrkvaða klefa í nokkra mánuði, hávær graðhestamúsík er spiluð allar nætur í Guantanamo og ljósaperan er látin loga allan sólarhringinn hjá Sævari.Í hinu langa skammdegi á Íslandi eru flestir innandyra þá fáu tíma sem einhverrar birtu nýtur. Þeir einstaklingar sem viðkvæmastir eru fyrir skort á ljósi geta þá þróað með sér svokallað skammdegisþunglyndi. Það er hægt að lækna með sterku ljósi sem kemur aftur reglu á dægursveiflurnar. Sú dýrategund sem er með einna viðkvæmustu líkamsklukkuna og þolir verst skort á ljósi heitir unglingar. Unglingum er sérstaklega hætt við að þróa með sér „fasaseinkun á svefni" (Delayed Sleep Phase Insomnia). Þá er líkamsklukkan nokkrum klukkustundum á eftir klukku samfélagsins, sem lýsir sér þannig að unglingarnir fara að sofa seint á nóttunni og vakna ekki fyrr en undir hádegi. Þetta er einnig oft hægt að leiðrétta með því að nota sterkt ljós fyrrihluta dags. Varnaraðgerðir við skammdegiMinna en einn þúsundasti hluti mannkyns býr jafn norðarlega, og við jafn mikið skammdegi og við Íslendingar. Hér á landi ættu að vera alls kyns varnaraðgerðir til þess að mæta þessum sérstæðu aðstæðum. Gamalt kínverskt máltæki segir: „Á veturna skaltu fara fyrr að sofa og rísa klukkustund seinna úr rekkju." Íbúar Tromsö gerðu þetta til skamms tíma; skólabörnin þurftu ekki að mæta í skólann fyrr en klukkan níu í svartasta skammdeginu og máttu fara fyrr heim á daginn. En hvað gera Íslendingar við sín börn í skammdeginu? Jú, rífa þau upp úr rúmunum um miðja nótt til þess að vera búin að koma þeim í skólann fyrir klukkan hálf sjö að sólartíma. Klukkan á Íslandi er nefnilega stillt eftir Greenwich, sem er 22° austar en Ísland, eða sem svarar einu og hálfu tímabelti. Innri klukka barnanna fer ekkert eftir því sem íslenskir stjórnmálamenn hafa ákveðið, hún stillir sig bara eftir sólartíma. Hádegi sem er klukkan 12 annars staðar í heiminum er klukkan hálf tvö á Íslandi. Þetta fyrirkomulag, að láta Íslendinga vakna einum og hálfum tíma fyrr en þeim er eiginlegt, er gert með „hagsmuni atvinnulífsins" að leiðarljósi. Er ekki einfaldast að þeir fáu viðskiptajöfrar sem þurfa að vera í stöðugu símasambandi við skrifstofur í nágrannalöndum okkar vakni bara sjálfir fyrr á morgnana án þess að þurfa að gera það að vandamáli allrar þjóðarinnar? Nú er kominn tími til þess að hefja umræður um það hvort Íslendingar vilja lifa í takt við árstíðirnar, hvort þeir geti með einhverjum ráðum látið sér líða betur í skammdeginu og hvort það sé óþarfa álag að búa hér við svo skekkta klukku.Höfundur er geðlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinsælast 2010 Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Sjá meira
Rannsóknir síðari ára hafa leitt í ljós að starfsemi og virkni hinna ýmsu líffærakerfa mannslíkamans sveiflast eftir 24 klukkustunda dægurrythma (dægurtakti). Þannig framleiða ákveðnar frumur mismikið af hormónum og enzymum eftir því hvaða tími dags er. Sum líffæri eru mest virk seinnipart nætur, en önnur, eins og t.d. nýrun, eru lítið virk á nóttunni. Jafnvel þegar frumur eru teknar úr líffærum og ræktaðar í agar-skálum þá geta þær haldið áfram að sýna reglulegar dægursveiflur fyrstu dagana. Það sem sér um að samhæfa og samstilla alla dægurtaktana eða dægursveiflur líkamans er hin svokallaða líkamsklukka (einnig nefnd „innri klukkan" eða „líffræðilega klukkan"). Hún er hljómsveitarstjórinn. Stilling líkamsklukkunnarEn hvernig fer líkamsklukkan að því að halda stillingu sinni þannig að hún gangi alltaf á 24 klukkustundum? Jú, hún getur numið birtuna í umhverfinu og þannig samstillt hinar innri dægursveiflur við gang sólar. Ef mannskepnan er færð niður í yfirgefnar námur, djúpt í myrkustu iður jarðar, þá heldur líkamsklukkan í fyrstu áfram að ganga nokkurn veginn rétt, en smám saman fer henni að fipast. Yfirleitt seinkar hún sér, en einnig fara hinir ýmsu rythmar (sveiflur) að ganga hver í sínum eigin takti, og verða þá ekki lengur innbyrðis samstilltir. Þetta er óhollt og vitað er að t.d. vaktavinnufólk sem stöðugt er að hringla með dægursveiflur sínar, lifir skemur en aðrir.Líkamsklukkan stjórnar svefninum. Flest dýr, og manneskjur í fríi, vakna þegar líkamsklukkan segir fyrir um að þau skuli vakna. En í nútíma samfélagi eru það aðrir þættir sem ákvarða hvenær einstaklingurinn vaknar. Þetta getur leitt til þess að misræmi kemst á milli hinnar ytri klukku samfélagsins og hinnar innri klukku líkamans. Það framkallar þreytu, slappleika og vanlíðan. Þegar innri dægursveiflur brotna niður þá brotnar líka niður mótstöðuþrek einstaklinga, enda er þessari tækni ávallt beitt við pyntingar; Fórnarlömbum er skutlað inn í litla almyrkvaða klefa í nokkra mánuði, hávær graðhestamúsík er spiluð allar nætur í Guantanamo og ljósaperan er látin loga allan sólarhringinn hjá Sævari.Í hinu langa skammdegi á Íslandi eru flestir innandyra þá fáu tíma sem einhverrar birtu nýtur. Þeir einstaklingar sem viðkvæmastir eru fyrir skort á ljósi geta þá þróað með sér svokallað skammdegisþunglyndi. Það er hægt að lækna með sterku ljósi sem kemur aftur reglu á dægursveiflurnar. Sú dýrategund sem er með einna viðkvæmustu líkamsklukkuna og þolir verst skort á ljósi heitir unglingar. Unglingum er sérstaklega hætt við að þróa með sér „fasaseinkun á svefni" (Delayed Sleep Phase Insomnia). Þá er líkamsklukkan nokkrum klukkustundum á eftir klukku samfélagsins, sem lýsir sér þannig að unglingarnir fara að sofa seint á nóttunni og vakna ekki fyrr en undir hádegi. Þetta er einnig oft hægt að leiðrétta með því að nota sterkt ljós fyrrihluta dags. Varnaraðgerðir við skammdegiMinna en einn þúsundasti hluti mannkyns býr jafn norðarlega, og við jafn mikið skammdegi og við Íslendingar. Hér á landi ættu að vera alls kyns varnaraðgerðir til þess að mæta þessum sérstæðu aðstæðum. Gamalt kínverskt máltæki segir: „Á veturna skaltu fara fyrr að sofa og rísa klukkustund seinna úr rekkju." Íbúar Tromsö gerðu þetta til skamms tíma; skólabörnin þurftu ekki að mæta í skólann fyrr en klukkan níu í svartasta skammdeginu og máttu fara fyrr heim á daginn. En hvað gera Íslendingar við sín börn í skammdeginu? Jú, rífa þau upp úr rúmunum um miðja nótt til þess að vera búin að koma þeim í skólann fyrir klukkan hálf sjö að sólartíma. Klukkan á Íslandi er nefnilega stillt eftir Greenwich, sem er 22° austar en Ísland, eða sem svarar einu og hálfu tímabelti. Innri klukka barnanna fer ekkert eftir því sem íslenskir stjórnmálamenn hafa ákveðið, hún stillir sig bara eftir sólartíma. Hádegi sem er klukkan 12 annars staðar í heiminum er klukkan hálf tvö á Íslandi. Þetta fyrirkomulag, að láta Íslendinga vakna einum og hálfum tíma fyrr en þeim er eiginlegt, er gert með „hagsmuni atvinnulífsins" að leiðarljósi. Er ekki einfaldast að þeir fáu viðskiptajöfrar sem þurfa að vera í stöðugu símasambandi við skrifstofur í nágrannalöndum okkar vakni bara sjálfir fyrr á morgnana án þess að þurfa að gera það að vandamáli allrar þjóðarinnar? Nú er kominn tími til þess að hefja umræður um það hvort Íslendingar vilja lifa í takt við árstíðirnar, hvort þeir geti með einhverjum ráðum látið sér líða betur í skammdeginu og hvort það sé óþarfa álag að búa hér við svo skekkta klukku.Höfundur er geðlæknir.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun