Icelandair vinnur að kynningarherferð ferðamálaráða í Danmörku, Noregi og Svíþjóð.
Ferðamálastofurnar kynna löndin sameiginlega sem áfangastað ferðamanna með auglýsingum á götum, svo sem á strætóskýlum og vegaskiltum í New York, Boston og Seattle.
Fram kemur í tilkynningu frá Icelandair að flugfélagið muni á næsta ári bjóða áætlunarflug frá Bandaríkjunum til fjögurra borga í Noregi, tveggja borga í Danmörku og til Gautaborgar í Svíþjóð. - jab