Að leigja eða eiga – jöfnum réttinn Elín Björg Jónsdóttir og Hilmar Ögmundsson skrifar 13. nóvember 2010 06:00 Eftir bankahrunið hefur fjöldi fólks misst heimili sín eða er við það að missa þau vegna óyfirstíganlegrar greiðslubyrði sem fall krónunnar og aukin verðbólga hafa orsakað. Þörfin fyrir leigumarkað hefur því aukist til muna og í mörgum tilfellum er ekki hægt að vænta þess að fólk ráði við að greiða markaðsverð á húsaleigu. Leigumarkaðurinn á Íslandi er að mörgu leyti vanþróaður og óskipulagður og ekki er hugað nógu vel að málefnum leigjenda, enda er hlutfall þeirra sem eiga eigið húsnæði mjög hátt. Víða erlendis, t.d. í Danmörku, er málum öðruvísi háttað og margir kjósa að leigja allt sitt líf í stað þess að fjárfesta í fasteign. Almennar leiguíbúðir (Almene boliger) í Danmörku eru nokkurs konar félagslegar leiguíbúðir í eigu leigufélaga eða leigufyrirtækja. Byggingarkostnaður við þær er fjármagnaður með styrk frá sveitarfélögunum (14%), í gegnum íbúðalánasjóði (84%) og af tryggingarfé frá leigjendum (2%). Sveitarfélögin ábyrgjast íbúðalán umfram 65% og fá á móti ráðstöfunarrétt yfir 25% af íbúðunum til félagslegs húsnæðis. Í öllum sveitarfélögum í Danmörku eru almennar íbúðir ætlaðar öllum, en sérstaklega þeim sem ekki ráða við að greiða markaðsleigu. Húsaleigan skal einungis fjármagna afborganir lána og viðhaldskostnað leiguhúsnæðisins. Það þýðir að ekkert félag eða fyrirtæki má hagnast á útleigu íbúðanna. Þar ríkir íbúalýðræði, sem þýðir að íbúarnir ákveða sjálfir hvaða viðhald eða betrumbætur skal farið í hverju sinni. Húsaleiga hækkar því einungis í takt við það. Almenna leigukerfið hefur það markmið að tryggja framboð af húsnæði fyrir fólk í mismunandi tekjuhópum á viðráðanlegu leiguverði. Kerfið gefur líka lágtekjufólki möguleika á að setjast að á svæðum þar sem mikil eftirspurn er eftir húsnæði. Því má segja að almenna leigukerfið sé hornsteinn í lausn á félagslegum húsnæðisvanda dansks samfélags. Það er þó aðeins lausn ef íbúarnir eru blanda af efnalitlum og efnasterkum fjölskyldum. Þegar flutt er í almenna leiguíbúð greiðist trygging sem samsvarar 3 mánaða húsaleigu. Hafi leigjandi ekki efni á henni er hægt að fá lán hjá sveitarfélaginu sem þarf fyrst að greiða af eftir 5 ár, ef tekjur eru undir ákveðnu viðmiði. Mjög misjafnt er hve langur biðlisti er eftir húsnæði en hægt er að skrá sig á biðlista frá 15 ára aldri. Einungis er hægt að rifta leigusamningi ef um vanefndir á samningi með ákveðnum hætti er að ræða, til dæmis síendurtekið ónæði, skemmdir á húsnæðinu eða vanskil á leigu. Samkvæmt húsaleigulögum á Íslandi er aðilum frjálst að semja um upphæð leigunnar og því er í raun ekkert þak á upphæðinni. Algengt er að samið sé um að leiga breytist í takt við vísitöluhækkanir. Húsaleiga er í mörgum tilfellum svo há að ákveðnir hópar í samfélaginu ráða ekki lengur við að greiða hana og oft ekki í neinu samræmi við uppfærslukostnað, viðhald og ávöxtun eignarinnar. Sjá má að þrátt fyrir umtalsverða aukningu leiguhúsnæðis frá bankahruninu helst leiguverð ennþá mjög hátt. Leiguverð á Íslandi þarfnast einfaldlega aðhalds. Í Danmörku er sérstök nefnd sem metur hvað geti talist eðlilegt og sanngjarnt húsaleiguverð, þar sem ekkert félag eða fyrirtæki má hagnast á útleigunni. Með þessu er spornað við óeðlilega hárri húsaleigu. Nefndin getur úrskurðað að leigusali skuli lækka leigu og endurgreiða ofgreidda leigu ef það á við. Með þessu er gripið fyrir hendur markaðarins, en ástandið í íslensku samfélagi er þannig að það er nauðsynlegt. Almenn niðurfærsla lána er of kostnaðarsöm og leysir ekki vanda þeirra verst stöddu. Lagt hefur verið til að Íbúðalánasjóður megi selja yfirteknar íbúðir á kaupleigu til 3 ára. Eftir 3 ár býðst leigjanda að kaupa íbúðina og leiga síðustu þriggja ára gengur upp í kaupverðið. Hugmyndin er ekki slæm, en hér er ekki gert ráð fyrir því að leiguverði sé stillt í hóf. Ef fólk vill ekki eða ræður ekki við að kaupa húsnæðið eftir 3 ár er frumvarpið einungis skammtímalausn á húsnæðisvanda þeirra verst stöddu. Almenna leigukerfið í Danmörku gæti hins vegar verið betri lausn fyrir ríkið til að ráða fram úr vanda skuldsettra heimila, svo ekki sé talað um Íbúðalánasjóðs. Þannig gæti ríkið yfirtekið fjölbýlishús og breytt þeim í almennar íbúðir á viðráðanlegu leiguverði. Á þann hátt væri verið að skapa öryggisnet fyrir fjölskyldur sem ekki ráða við skuldbindingar sínar og eru búnar að missa heimili sín eða eru á barmi þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Eftir bankahrunið hefur fjöldi fólks misst heimili sín eða er við það að missa þau vegna óyfirstíganlegrar greiðslubyrði sem fall krónunnar og aukin verðbólga hafa orsakað. Þörfin fyrir leigumarkað hefur því aukist til muna og í mörgum tilfellum er ekki hægt að vænta þess að fólk ráði við að greiða markaðsverð á húsaleigu. Leigumarkaðurinn á Íslandi er að mörgu leyti vanþróaður og óskipulagður og ekki er hugað nógu vel að málefnum leigjenda, enda er hlutfall þeirra sem eiga eigið húsnæði mjög hátt. Víða erlendis, t.d. í Danmörku, er málum öðruvísi háttað og margir kjósa að leigja allt sitt líf í stað þess að fjárfesta í fasteign. Almennar leiguíbúðir (Almene boliger) í Danmörku eru nokkurs konar félagslegar leiguíbúðir í eigu leigufélaga eða leigufyrirtækja. Byggingarkostnaður við þær er fjármagnaður með styrk frá sveitarfélögunum (14%), í gegnum íbúðalánasjóði (84%) og af tryggingarfé frá leigjendum (2%). Sveitarfélögin ábyrgjast íbúðalán umfram 65% og fá á móti ráðstöfunarrétt yfir 25% af íbúðunum til félagslegs húsnæðis. Í öllum sveitarfélögum í Danmörku eru almennar íbúðir ætlaðar öllum, en sérstaklega þeim sem ekki ráða við að greiða markaðsleigu. Húsaleigan skal einungis fjármagna afborganir lána og viðhaldskostnað leiguhúsnæðisins. Það þýðir að ekkert félag eða fyrirtæki má hagnast á útleigu íbúðanna. Þar ríkir íbúalýðræði, sem þýðir að íbúarnir ákveða sjálfir hvaða viðhald eða betrumbætur skal farið í hverju sinni. Húsaleiga hækkar því einungis í takt við það. Almenna leigukerfið hefur það markmið að tryggja framboð af húsnæði fyrir fólk í mismunandi tekjuhópum á viðráðanlegu leiguverði. Kerfið gefur líka lágtekjufólki möguleika á að setjast að á svæðum þar sem mikil eftirspurn er eftir húsnæði. Því má segja að almenna leigukerfið sé hornsteinn í lausn á félagslegum húsnæðisvanda dansks samfélags. Það er þó aðeins lausn ef íbúarnir eru blanda af efnalitlum og efnasterkum fjölskyldum. Þegar flutt er í almenna leiguíbúð greiðist trygging sem samsvarar 3 mánaða húsaleigu. Hafi leigjandi ekki efni á henni er hægt að fá lán hjá sveitarfélaginu sem þarf fyrst að greiða af eftir 5 ár, ef tekjur eru undir ákveðnu viðmiði. Mjög misjafnt er hve langur biðlisti er eftir húsnæði en hægt er að skrá sig á biðlista frá 15 ára aldri. Einungis er hægt að rifta leigusamningi ef um vanefndir á samningi með ákveðnum hætti er að ræða, til dæmis síendurtekið ónæði, skemmdir á húsnæðinu eða vanskil á leigu. Samkvæmt húsaleigulögum á Íslandi er aðilum frjálst að semja um upphæð leigunnar og því er í raun ekkert þak á upphæðinni. Algengt er að samið sé um að leiga breytist í takt við vísitöluhækkanir. Húsaleiga er í mörgum tilfellum svo há að ákveðnir hópar í samfélaginu ráða ekki lengur við að greiða hana og oft ekki í neinu samræmi við uppfærslukostnað, viðhald og ávöxtun eignarinnar. Sjá má að þrátt fyrir umtalsverða aukningu leiguhúsnæðis frá bankahruninu helst leiguverð ennþá mjög hátt. Leiguverð á Íslandi þarfnast einfaldlega aðhalds. Í Danmörku er sérstök nefnd sem metur hvað geti talist eðlilegt og sanngjarnt húsaleiguverð, þar sem ekkert félag eða fyrirtæki má hagnast á útleigunni. Með þessu er spornað við óeðlilega hárri húsaleigu. Nefndin getur úrskurðað að leigusali skuli lækka leigu og endurgreiða ofgreidda leigu ef það á við. Með þessu er gripið fyrir hendur markaðarins, en ástandið í íslensku samfélagi er þannig að það er nauðsynlegt. Almenn niðurfærsla lána er of kostnaðarsöm og leysir ekki vanda þeirra verst stöddu. Lagt hefur verið til að Íbúðalánasjóður megi selja yfirteknar íbúðir á kaupleigu til 3 ára. Eftir 3 ár býðst leigjanda að kaupa íbúðina og leiga síðustu þriggja ára gengur upp í kaupverðið. Hugmyndin er ekki slæm, en hér er ekki gert ráð fyrir því að leiguverði sé stillt í hóf. Ef fólk vill ekki eða ræður ekki við að kaupa húsnæðið eftir 3 ár er frumvarpið einungis skammtímalausn á húsnæðisvanda þeirra verst stöddu. Almenna leigukerfið í Danmörku gæti hins vegar verið betri lausn fyrir ríkið til að ráða fram úr vanda skuldsettra heimila, svo ekki sé talað um Íbúðalánasjóðs. Þannig gæti ríkið yfirtekið fjölbýlishús og breytt þeim í almennar íbúðir á viðráðanlegu leiguverði. Á þann hátt væri verið að skapa öryggisnet fyrir fjölskyldur sem ekki ráða við skuldbindingar sínar og eru búnar að missa heimili sín eða eru á barmi þess.
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar