Magnús Þór: Snæfell er ekkert að fara að stoppa þá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2010 10:00 Magnús Þór Gunnarsson. Snæfell tekur á móti Keflavík í öðrum úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Stykkihólmi klukkan 19.15 í kvöld. Keflavík vann fyrsta leikinn með yfirburðum og þegar Fréttablaðið heyrði í gær í Magnúsi Þór Gunnarssyni, fyrrum leikmanni Keflavíkur og núverandi leikmanni Njarðvíkur þá er hann á því að Keflavík vinni úrslitaeinvígið 3-0. „Þessir strákar í Keflavík eru að toppa á hárréttum tíma. Ef þeir halda svona áfram þá reikna ég bara með því að Keflavík vinni þetta 3-0. Ég veit að Hlynur Bæringsson, vinur minn, verður ekki ánægður með það en ég held að þetta sé pínu sálfræðilegt hjá Snæfellingum eftir öll síðustu ár," segir Magnús en Snæfell hefur nú tapað 10 af 12 leikjum sínum í lokaúrslitum. Magnús bendir líka á það að Keflavík sér búið að spila jafnmarga leiki og Keflavík í úrslitakeppninni þó að Snæfell hafi farið í fimm leiki á móti KR. „Þegar Keflavíkurliðið er komið í þennan gír þá fá þeir að komast upp með heilan helling. Þeir eru klókir í því og fara bara eins langt og dómarinn leyfir. Sem er fulllangt stundum og maður hefur lent í því sjálfur núna. Maður tók ekki eftir því þegar maður var sjálfur í Keflavík en núna hefur maður lent í því nokkrum sinnum að dómarinn leyfir fullmikið þegar þeir eru komnir í gírinn," segir Magnús en talar jafnframt um það að Snæfellingarnir geti þó ekkert farið að væla núna. Magnús segir þá Draelon Burns, Hörð Axel Vilhjálmsson og Uruele Igbavboa vera að spila frábærlega þessa dagana. „Þeir eru bara í ruglinu hvað þeir þrír eru búnir að spila vel eftir áramót," segir Magnús en saman eru þeir Burns og Hörður Axel með 38,2 stig og 9,9 stoðsendingar að meðaltali í leik í úrslitakeppninni. Igbavboa er síðan með 13,9 stig og 6,8 fráköst í leik og yfir 70 prósent skotnýtingu inn í teig. Magnús hrósar einnig Gunnari Einarssyni og Jón Norðdal Hafsteinssyni sem hafa farið fyrir sínu liði í varnarleik og baráttu. „Gunni Einars og Nonni eru límið sem vantar í öll lið. Hlynur Bærings er límið í Snæfellsliðinu og Frikki Stefáns er límið hjá okkur. Jonni og Gunni eru sameinaðir í þessu í Keflavík og það er gott að hafa tvo svoleiðis," segir Magnús. Keflavíkurliðið hefur verið undir radarnum í vetur og það finnst Magnúsi vera undarlegt. „Það er fáránlegt að menn séu ekki meira búnir að tala um Keflavík í vetur því að þeir eru með frábært lið. Það er búið að tala svo mikið um KR og um okkur í Njarðvík af því að við fengum Nick Bradford," segir Magnús. „Það eru allir í Keflavík að toppa á sama tíma. Þeir eru með hörkuhóp og eru búnir að vera með hann í allan vetur. Þeir enduðu ekki í öðru sæti fyrir ekki neitt. Eins og síðasti leikur fór þá lítur þetta mjög vel út fyrir Keflavík og ef Keflavík heldur svona áfram þá er Snæfell ekkert að fara að stoppa þá," segir Magnús sem segir leikinn vera í kvöld ráða miklu. „Mikilvægasti leikurinn hjá þeim er á morgun. Þeir verða að mæta tilbúnir í þann leik og ef það gerist þá lítur þetta vel út. Ég held að það sé komið í hausinn á nokkrum í Snæfellsliðnu sem hafa spilað og tapað áður á móti Keflavík. Það er alveg sama hvað þeir hafa verið með gott lið því þeir hafa alltaf tapað," segir Magnús og hann er ekki á því að tilkoma Jeb Ivey í lið Snæfells breyti miklu. „Það breytir engu að Jeb sé kominn. Hann er góður leikmaður og allt það en hann þarf tíma til að aðlagast liðinu," sagði Magnús. Dominos-deild karla Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Sjá meira
Snæfell tekur á móti Keflavík í öðrum úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Stykkihólmi klukkan 19.15 í kvöld. Keflavík vann fyrsta leikinn með yfirburðum og þegar Fréttablaðið heyrði í gær í Magnúsi Þór Gunnarssyni, fyrrum leikmanni Keflavíkur og núverandi leikmanni Njarðvíkur þá er hann á því að Keflavík vinni úrslitaeinvígið 3-0. „Þessir strákar í Keflavík eru að toppa á hárréttum tíma. Ef þeir halda svona áfram þá reikna ég bara með því að Keflavík vinni þetta 3-0. Ég veit að Hlynur Bæringsson, vinur minn, verður ekki ánægður með það en ég held að þetta sé pínu sálfræðilegt hjá Snæfellingum eftir öll síðustu ár," segir Magnús en Snæfell hefur nú tapað 10 af 12 leikjum sínum í lokaúrslitum. Magnús bendir líka á það að Keflavík sér búið að spila jafnmarga leiki og Keflavík í úrslitakeppninni þó að Snæfell hafi farið í fimm leiki á móti KR. „Þegar Keflavíkurliðið er komið í þennan gír þá fá þeir að komast upp með heilan helling. Þeir eru klókir í því og fara bara eins langt og dómarinn leyfir. Sem er fulllangt stundum og maður hefur lent í því sjálfur núna. Maður tók ekki eftir því þegar maður var sjálfur í Keflavík en núna hefur maður lent í því nokkrum sinnum að dómarinn leyfir fullmikið þegar þeir eru komnir í gírinn," segir Magnús en talar jafnframt um það að Snæfellingarnir geti þó ekkert farið að væla núna. Magnús segir þá Draelon Burns, Hörð Axel Vilhjálmsson og Uruele Igbavboa vera að spila frábærlega þessa dagana. „Þeir eru bara í ruglinu hvað þeir þrír eru búnir að spila vel eftir áramót," segir Magnús en saman eru þeir Burns og Hörður Axel með 38,2 stig og 9,9 stoðsendingar að meðaltali í leik í úrslitakeppninni. Igbavboa er síðan með 13,9 stig og 6,8 fráköst í leik og yfir 70 prósent skotnýtingu inn í teig. Magnús hrósar einnig Gunnari Einarssyni og Jón Norðdal Hafsteinssyni sem hafa farið fyrir sínu liði í varnarleik og baráttu. „Gunni Einars og Nonni eru límið sem vantar í öll lið. Hlynur Bærings er límið í Snæfellsliðinu og Frikki Stefáns er límið hjá okkur. Jonni og Gunni eru sameinaðir í þessu í Keflavík og það er gott að hafa tvo svoleiðis," segir Magnús. Keflavíkurliðið hefur verið undir radarnum í vetur og það finnst Magnúsi vera undarlegt. „Það er fáránlegt að menn séu ekki meira búnir að tala um Keflavík í vetur því að þeir eru með frábært lið. Það er búið að tala svo mikið um KR og um okkur í Njarðvík af því að við fengum Nick Bradford," segir Magnús. „Það eru allir í Keflavík að toppa á sama tíma. Þeir eru með hörkuhóp og eru búnir að vera með hann í allan vetur. Þeir enduðu ekki í öðru sæti fyrir ekki neitt. Eins og síðasti leikur fór þá lítur þetta mjög vel út fyrir Keflavík og ef Keflavík heldur svona áfram þá er Snæfell ekkert að fara að stoppa þá," segir Magnús sem segir leikinn vera í kvöld ráða miklu. „Mikilvægasti leikurinn hjá þeim er á morgun. Þeir verða að mæta tilbúnir í þann leik og ef það gerist þá lítur þetta vel út. Ég held að það sé komið í hausinn á nokkrum í Snæfellsliðnu sem hafa spilað og tapað áður á móti Keflavík. Það er alveg sama hvað þeir hafa verið með gott lið því þeir hafa alltaf tapað," segir Magnús og hann er ekki á því að tilkoma Jeb Ivey í lið Snæfells breyti miklu. „Það breytir engu að Jeb sé kominn. Hann er góður leikmaður og allt það en hann þarf tíma til að aðlagast liðinu," sagði Magnús.
Dominos-deild karla Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Sjá meira