Kennurum fjölgaði um 43 prósent en nemum um 2,6 29. desember 2010 06:00 Myndin er úr safni. Á árunum 1998 til 2008 fjölgaði stöðugildum kennara við grunnskóla um 43 prósent og annarra starfsmanna um 63 prósent. Á sama tíma fjölgaði nemendum grunnskólanna um 2,6 prósent. Þetta kemur fram í greinargerð vinnuhóps mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um greiningu á kostnaði við rekstur grunnskóla. Í greinargerðinni er einnig horft til styttra tímabils. Á árunum 2003 til 2008 fjölgaði stöðugildum grunnskólakennara um þrettán prósent og annars starfsfólks um 6,4 prósent en nemendum fækkaði um þrjú prósent. Á sama tíma fjölgaði kennurum í framhaldsskólum um sextán prósent og framhaldsskólanemendum um sautján prósent. Fram kemur einnig að stöðugildum kennara hafi fækkað mikið á síðasta ári en þá hagræddu sveitarfélögin í rekstri vegna minnkandi tekna. Sveitarfélögin leita enn leiða til að draga úr kostnaði við rekstur grunnskólanna en hann er á bilinu 40 til 50 prósent af útgjöldum þeirra. Hafa þau lagt til að dregið verði úr kennslu og reiknast til að við það sparist um tveir milljarðar króna. Slíkar tillögur eru eitur í beinum kennaraforystunnar. Vísar hún til ábendinga útlendinga sem hvetja til aukinna útgjalda til menntunar á krepputímum. Í greinargerð vinnuhópsins eru dregnar saman ýmsar tölulegar staðreyndir, meðal annars úr nýlegri skýrslu OECD. Sýna þær að kostnaður við grunnskóla er hærri á Íslandi en í samanburðarlöndum. Telur hópurinn að skýringuna á því sé að finna í þeim staðreyndum að kennsluskylda íslenskra kennara sé lægri en gerist og gengur og að meðalaldur kennara sé hár. Kennarar á hinn bóginn telja háan kostnað stafa af háu hlutfalli ungmenna af íbúafjölda landsins, börn séu lengur í grunnskóla á Íslandi en annars staðar, landið sé dreifbýlt og metnaður mikill. - bþs / Fréttir Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Erlent Fleiri fréttir Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Sjá meira
Á árunum 1998 til 2008 fjölgaði stöðugildum kennara við grunnskóla um 43 prósent og annarra starfsmanna um 63 prósent. Á sama tíma fjölgaði nemendum grunnskólanna um 2,6 prósent. Þetta kemur fram í greinargerð vinnuhóps mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um greiningu á kostnaði við rekstur grunnskóla. Í greinargerðinni er einnig horft til styttra tímabils. Á árunum 2003 til 2008 fjölgaði stöðugildum grunnskólakennara um þrettán prósent og annars starfsfólks um 6,4 prósent en nemendum fækkaði um þrjú prósent. Á sama tíma fjölgaði kennurum í framhaldsskólum um sextán prósent og framhaldsskólanemendum um sautján prósent. Fram kemur einnig að stöðugildum kennara hafi fækkað mikið á síðasta ári en þá hagræddu sveitarfélögin í rekstri vegna minnkandi tekna. Sveitarfélögin leita enn leiða til að draga úr kostnaði við rekstur grunnskólanna en hann er á bilinu 40 til 50 prósent af útgjöldum þeirra. Hafa þau lagt til að dregið verði úr kennslu og reiknast til að við það sparist um tveir milljarðar króna. Slíkar tillögur eru eitur í beinum kennaraforystunnar. Vísar hún til ábendinga útlendinga sem hvetja til aukinna útgjalda til menntunar á krepputímum. Í greinargerð vinnuhópsins eru dregnar saman ýmsar tölulegar staðreyndir, meðal annars úr nýlegri skýrslu OECD. Sýna þær að kostnaður við grunnskóla er hærri á Íslandi en í samanburðarlöndum. Telur hópurinn að skýringuna á því sé að finna í þeim staðreyndum að kennsluskylda íslenskra kennara sé lægri en gerist og gengur og að meðalaldur kennara sé hár. Kennarar á hinn bóginn telja háan kostnað stafa af háu hlutfalli ungmenna af íbúafjölda landsins, börn séu lengur í grunnskóla á Íslandi en annars staðar, landið sé dreifbýlt og metnaður mikill. - bþs /
Fréttir Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Erlent Fleiri fréttir Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Sjá meira