Rosberg stendur betur að vígi en Schumacher 22. júlí 2010 12:01 Lewis Hamilton er efstur í stigamótinu, en Nico Rosberg vinur hans var á verðlaunapalli með honum í síðustu keppni sem var á Silverstone. Mynd: Getty Images Þjóðverjinn Nico Rosberg keppir á Hockenheim brautinni í Þýskalandi um helgina og ekur Mercedes, sem er heimamerki, þó bækistöðvar liðsins séu í Bretlandi. Honum og Michael Schumacher verður örugglega vel fagnað á heimavelli, en Rosberg er ofar landa sínum í stigamótinu. Rosberg komst á verðlaunapall í síðustu keppni, sem var á Silverstone, en hann varð í þriðja sæti á eftir Mark Webber og Lewis Hamilton, en sá síðarnefndi er ágætur vinur hans frá fyrri tíð. "Þýski kappaksturinn er alltaf sérstakur fyrir þýskan ökumann og enn frekar, þar sem ég keyri fyrir Mercedes", sagði Rosberg í fréttatilkynningu liðsins á f1.com. "Ég á góðar minningar frá Hockenheim, þar sem ég vann í þremur undirmótaröðum sem ég keppti í á brautinni og vann minn fyrsta sigur í opnum kappakstursbíl á brautinni. Það er mögnuð stemmning og ótrúlegur hávaði á áhorfendasvæðinu og gaman að upplifa stuðning áhorfenda við þýska ökumenn." "Ég elska brautina, sem reynir talsvert á. Það eru staðir til framúraksturs og mótin geta verið spennandi. Það er gott veganesti að mæta í mótið eftir að hafa komist á verðlaunapall í síðustu keppni. Við munum vinna að því að kappi að bæta bílinn og stefnum á árangursríka mótshelgi", sagði Rosberg. Sýnt er frá æfingum keppnisliða á Hockenheim á föstudag á Stöð 2 Sport kl. 19.30, lokæfingunni á laugardag kl. 08.55 og tímatökunni kl. 11.45. Kappaksturinn er sýndur, eins og tímatakan daginn áður í opinni dagskrá á sunnudag kl. 11.30. Þátturinn Endamarkið er strax eftir keppni í læstri dagskrá. Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Þjóðverjinn Nico Rosberg keppir á Hockenheim brautinni í Þýskalandi um helgina og ekur Mercedes, sem er heimamerki, þó bækistöðvar liðsins séu í Bretlandi. Honum og Michael Schumacher verður örugglega vel fagnað á heimavelli, en Rosberg er ofar landa sínum í stigamótinu. Rosberg komst á verðlaunapall í síðustu keppni, sem var á Silverstone, en hann varð í þriðja sæti á eftir Mark Webber og Lewis Hamilton, en sá síðarnefndi er ágætur vinur hans frá fyrri tíð. "Þýski kappaksturinn er alltaf sérstakur fyrir þýskan ökumann og enn frekar, þar sem ég keyri fyrir Mercedes", sagði Rosberg í fréttatilkynningu liðsins á f1.com. "Ég á góðar minningar frá Hockenheim, þar sem ég vann í þremur undirmótaröðum sem ég keppti í á brautinni og vann minn fyrsta sigur í opnum kappakstursbíl á brautinni. Það er mögnuð stemmning og ótrúlegur hávaði á áhorfendasvæðinu og gaman að upplifa stuðning áhorfenda við þýska ökumenn." "Ég elska brautina, sem reynir talsvert á. Það eru staðir til framúraksturs og mótin geta verið spennandi. Það er gott veganesti að mæta í mótið eftir að hafa komist á verðlaunapall í síðustu keppni. Við munum vinna að því að kappi að bæta bílinn og stefnum á árangursríka mótshelgi", sagði Rosberg. Sýnt er frá æfingum keppnisliða á Hockenheim á föstudag á Stöð 2 Sport kl. 19.30, lokæfingunni á laugardag kl. 08.55 og tímatökunni kl. 11.45. Kappaksturinn er sýndur, eins og tímatakan daginn áður í opinni dagskrá á sunnudag kl. 11.30. Þátturinn Endamarkið er strax eftir keppni í læstri dagskrá.
Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira